Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 30

Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 30
dóu ung. Yngstur þeirra er Tómas, forstjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson í Reykjavík. Þorvarður hét einn son Erlends og Ingveldar (f. 1801, d. 1876). Hann bjó í Stóra-Klofa á Landi. Kona hans var Guðrún Árnadóttir frá Hamragörðum. Þau urðu kynsæl. Valdís Erlendsdóttir átti Loft Loftsson bónda á Kaldbak. Ekki er margt manna frá þeim komið. - Önnur börn Erlends og Ingveldar urðu fremur skammlíf. Erlendur og Ingveldur bjuggu í Litla-Klofa frá 1824 til 1830, en árið 1831 flytja þau að Þúfu, syðst í hreppnum og vestarlega. Liggur land Þúfu að Holtamannahreppi að sunnan, og landslagi svipar meira til Holta en Landsveitar, þar sem harðvelli er víðast hvar. Bærinn stóð sunnanvert í holti allháu, en umhverfis það er mýrlendi, hagar og engjar frá Gömlu-Þúfu*). Túnið hefur ekki verið stórt, töðufall varla verið meira en 40 hestar. Þúfan er 10 hundraða jörð að fornu mati. Árið 1703 átti Páll Björnsson í Selvogi jörðina. Áhöfn var þá 5 kýr, einn vetrungur, 32 ær, 8 gimbrar, n sauðir, 25 lömb og 11 hross. Segir í jarðabókinni, að fóðrast kunni 3 kýr. Þar segir ennfremur, „engjar svo litlar sem engar. Hagþröngt mjög og jörðin afkomulítii, liggur peningur ábúanda uppá nágrönnunum." - Tíu hundraða jörð þótti raunar ekki mjög stór, en þó viðunandi meðalbónda. Landkostir voru ærið misjafnir, og ekki er einhlýtt að miða gildi jarða við stærðina eina. En þótt engjar Þúfu hafi verið litlar sem engar, hlýtur heyja að hafa verið aflað að mestu utantúns. Þau níu ár, er Erlendur bjó í Þúfu (1831-1839), var þar oftast 7-8 manns í heimili. Lausafjártíund hans var um 8 hundruð oft- ast. En það þótti sæmileg afkoma, er söm var tala heimilisfólks og tíundaðra hundraða lausafjár. Þá öld var liðin síðan Erlendur bjó í Þúfu, var töðufall talið 100 hestar, en úthey 160 (mætti hafa 90 meira), nautgripir 2, sauðfé 100 og hross 7. Til hlunninda er talin mótekja. En síðustu tvo til þrjá áratugi hafa orðið miklar breytingar í Þúfu. Stórt og fallegt tún er komið, þar sem áður voru móar einir. Mun Þúfan nú mega kallast allgóð bújörð. *) Bærinn hefur verið fluttur austar. Þar hefur verið ræktað stórt tún. 28 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.