Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 31

Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 31
Landsveit hefur verið talin kostasveit, einkum þó fyrrum, áður en sandurinn herjaði á gróðurlendið og skógurinn eyddist. Hið efra er þar harðvelli, þunnt jarðlag ofan á hrauni, en vestur- og suðurhluti sveitarinnar mýrlendur. Nefndist sveitin áður Rang- árvellir ytri. Landsveit er um 40 km. á lengd og 15 km breið. Þótt Þúfa sé niðri á votlendinu að mestu, er óvíða fegurri fjallasýn en þaðan, því svo hátt stendur holtið, þar sem bærinn var fyrrum. Þessi tignarlega fjallasýn nær yfir meira en hálfan hring. I suðaustri er Þríhyrningur, Tindfjöll og Eyjafjallajökull. I norðaustri er Sel- sundsfjall, Bjólfell og Hekla. Utan Þjórsár er og fagurt að líta nálæg fjöll í Árnesþingi. Margir hafa gjört garðinn frægan í Landsveit, en lengst mun þó lifa í sögunni nafn Torfa bónda í Stóra-Klofa. Um þær mundir, er Erlendur bjó í Þúfu, voru bændur í sveit- inni 46 og jarðir taldar 500 hundraða, en lausafé 400 hundraða eða 8 hundruð til jafnaðar á bóndai Flestir höfðu bændur verið 53, að því er skýrslur herma, og 12 lausafjárhundruð á bónda. - Oddur Erlendsson var fæddur 5. febrúar 1818 í Lindarbæ, þar sem foreldrar hans bjuggu þá. Segir fátt af uppvexti Odds. Hann mun snemma hafa lært það, að lögmál harðrar lífsbaráttu og fárra kosta var vinna og aftur vinna. En þess varð og fljótt vart, að piltur sá var bókhneigður og fróðleiksþyrstur. En þá var öldin önnur en nú, helzt voru til goðsorðabækur í anda 17. aldar upp- fræðara. Um fermingaraldur hlýtur Oddur þennan vitnisburð hjá sóknarprestinum, séra Eggert Bjarnasyni á Stóruvöllum: „Les vel, skrifar dável, kristnifræðiþekking góð.“ Og löngu síðar skrifar Finnur á Kjörseyri*) á þessa leið um Odd: „Oddur var greindur maður og talinn listaskrifari á sinni tíð.“ Ekki löngu eftir fermingu mun Oddur hafa farið til sjóróðra á Suðurnes, svo sem títt var um unga menn. Hefur hann, eftir því sem næst verður komizt, verið í Grindavík og ef til vill i Höfnum. Þar komu margir ungir menn saman við störf, leiki og samræður. Oddur hefur gjört sér far um að kynnast lífinu á *) Finnur Jónsson, Kjörseyri: Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld. Ak. 1945. Godasteinn 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.