Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 33

Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 33
voru fjögur: Þórarinn (faðir séra Árna í Miklaholti), Guðmundur „dúllari" og dætur tvær. - Eftir lát Árna hvarf Elín frá Klasbarða heim í Hjörtsbæ, þá fullvaxta stúlka, 19 ára. Líklegt er, að Elín hafi haft miklar mætur á hjónunum á Klasbarða, þar sem hún átti heima fjögur ár samfleytt. Fyrsta barn Elínar hlaut nafnið Jórunn. Ætla ég, að það sé nafn húsmóður Elínar, Jórunnar Sæmundsdóttur. Oddur Erlendsson og Elín hófu búskap í Þúfu vorið 1840. Rúmu ári síðar, 23. júlí 1841, voru þau gefin saman í hjónaband. Þá er tók að líða nær öldinni miðri, var nokkur vorþeyr 1 lofti eftir langan vetur. Móðuharðindin og harðindaárin eftir þau urðu þjóðinni ógurlegt áfall. Enginn hugði á nýjungar í atvinnu- háttum, þjóðlífið var lamað. Fimmtungur landsmanna deyr úr hungri og harðrétti á einu ári og helmingur alls kvikfjár fellur. Vonbrigði, deyfð og drungi leggst eins og mara á þjóðina, og gat vart á annan veg farið. Ofan á náttúruhamfarir og aðra óáran bættust þau vandræði, að siglingar til landsins lögðust niður á tímum Napoleonsstríðanna, þó gætti ýmissa nýrra hræringa í þjóðlífinu snemma á 19. öldinni. Áhrif stjórnarbyltingarinnar frönsku fara víða um Evrópu • og þau berast til íslands með löndum, sem dvöldust ytra. Baldvin Einarsson vill vekja sinn lýð, en er skammær. Boðberi fræðslustefnunnar, Magnús Stephensen (1762-1833), náði tæpast til almennings. Skáldin Jónas og Bjarni koma fram á sviðið og kveða kjark í þjóðina, einkum Bjarni. Bókmenntafélagið er stofnað 1816 og vísir að Landsbókasafni tveimur árum síðar. Klausturpósturinn hefur göngu sína sama ár, 1818. Hafin útgáfa fornrita íslendinga 1825, Skírnis 1827, Ármanns á Alþingi 1829, Fjölnis 1835 og Nýrra Félagsrita 1841. Þjóðólfur, fyrsta fréttablað á íslandi, stofnaður sjö árum síðar; fleiri blöð og tímarit fylgdu í kjölfarið, þótt hér verði eigi talin. Þarna var ekki lítið að gjörast, en margt hrjáði þjóðina og einkum þó fátækt og hleypidómar. En seiglu og kjark átti hún enn, er á reyndi. Fræða- þulir sitja með vettlinga á höndum og færa til bókar margan merkan fróðleik. Það rofar í lofti. Jón Sigurðsson tekur forystu í frelsisbaráttu íslendinga, jafnframt stórmerku fræðastarfi. Árið Goðasteinn 3i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.