Goðasteinn - 01.03.1964, Qupperneq 33
voru fjögur: Þórarinn (faðir séra Árna í Miklaholti), Guðmundur
„dúllari" og dætur tvær. -
Eftir lát Árna hvarf Elín frá Klasbarða heim í Hjörtsbæ, þá
fullvaxta stúlka, 19 ára. Líklegt er, að Elín hafi haft miklar
mætur á hjónunum á Klasbarða, þar sem hún átti heima fjögur
ár samfleytt. Fyrsta barn Elínar hlaut nafnið Jórunn. Ætla ég,
að það sé nafn húsmóður Elínar, Jórunnar Sæmundsdóttur.
Oddur Erlendsson og Elín hófu búskap í Þúfu vorið 1840.
Rúmu ári síðar, 23. júlí 1841, voru þau gefin saman í hjónaband.
Þá er tók að líða nær öldinni miðri, var nokkur vorþeyr 1
lofti eftir langan vetur. Móðuharðindin og harðindaárin eftir þau
urðu þjóðinni ógurlegt áfall. Enginn hugði á nýjungar í atvinnu-
háttum, þjóðlífið var lamað. Fimmtungur landsmanna deyr úr
hungri og harðrétti á einu ári og helmingur alls kvikfjár fellur.
Vonbrigði, deyfð og drungi leggst eins og mara á þjóðina, og
gat vart á annan veg farið. Ofan á náttúruhamfarir og aðra
óáran bættust þau vandræði, að siglingar til landsins lögðust niður
á tímum Napoleonsstríðanna, þó gætti ýmissa nýrra hræringa í
þjóðlífinu snemma á 19. öldinni. Áhrif stjórnarbyltingarinnar
frönsku fara víða um Evrópu • og þau berast til íslands með
löndum, sem dvöldust ytra. Baldvin Einarsson vill vekja sinn lýð,
en er skammær. Boðberi fræðslustefnunnar, Magnús Stephensen
(1762-1833), náði tæpast til almennings. Skáldin Jónas og Bjarni
koma fram á sviðið og kveða kjark í þjóðina, einkum Bjarni.
Bókmenntafélagið er stofnað 1816 og vísir að Landsbókasafni
tveimur árum síðar. Klausturpósturinn hefur göngu sína sama ár,
1818. Hafin útgáfa fornrita íslendinga 1825, Skírnis 1827, Ármanns
á Alþingi 1829, Fjölnis 1835 og Nýrra Félagsrita 1841. Þjóðólfur,
fyrsta fréttablað á íslandi, stofnaður sjö árum síðar; fleiri blöð og
tímarit fylgdu í kjölfarið, þótt hér verði eigi talin. Þarna var ekki
lítið að gjörast, en margt hrjáði þjóðina og einkum þó fátækt og
hleypidómar. En seiglu og kjark átti hún enn, er á reyndi. Fræða-
þulir sitja með vettlinga á höndum og færa til bókar margan
merkan fróðleik. Það rofar í lofti. Jón Sigurðsson tekur forystu
í frelsisbaráttu íslendinga, jafnframt stórmerku fræðastarfi. Árið
Goðasteinn
3i