Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 34

Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 34
1845 er Alþingi endurreist, stórviðburður í sögunni, sem efídi kjark og áræði landsmanna. Jónas eggjar Islendinga iögeggjan að hrista af sér drungann: „Sól skín á tinda. / Sofið hafa lengi / drótt- ir og dvalið / draumþingum á. / Vaki vaskir menn!/ Til vinnu kveður / giftusamur konungur / góða þegna.“ f verklegum framkvæmdum miðar heldur í áttina. Um 1840 er fyrst farið að íhuga, hvernig hefta megi hið válega sandfok í Rangárvallasýslu og stjórnin sendir fræ til sáningar. Fyrstu bún- aðarfélögin eru stofnuð. Garðrækt fjórfaldast frá 1835-1845. Vest- firðingar hefja þilskipaútgerð og fyrstu áveituframkvæmdir í land- inu komast á dagskrá. - En þrátt fyrir eggjanir hugsjónamanna, sem flestir dvöldu löng- um fjarri sjálfu landsfólkinu, var ekki mikið um andlegar hrær- ingar meðal almennings eins og fyrr er að vikið. Einn barna- skóli hafði verið stofnaður, en var lagður niður vegna fjárskorts og andlegrar kreppu. Um miðja öldina voru aðeins tveir skólar í landinu: Latínuskólinn og Prestaskólinn. Landsmenn unnu baki brotnu, en höfðu þó eigi í sig og á. Þótti gott, ef menn höfðu lært að draga til stafs og eitthvað í einföldum reikningi. Mikil hneigð til bókar þótti óvíða gæfumerki. „Þú borðar það ekki, drengur minn“, var oft sagt við unglinga, sem voru að hnýsast í bækur. Þannig hugsaði sú þjóð fyrir hundrað árum, sem átti sagnamönnum sínum stærsta skuld að gjalda - en þjóðin var í svelti. Eitthvað á þennan veg var háttað í þjóðlífi voru, þá er Oddur Erlendsson hóf búskap í Þúfu árið 1840. Margt þótti útlendum mönnum undarlegt í fari íslendinga og höfðu óspart á orði. Sum- ir mikluðu allt sem miður fór, aðrir reyndu að skilja þjóðarsálina. Það vill svo til, að erlend ferðafrú (Ida Pfeiffner) hefur átt leið um Landsveit um þessar mundir. Hún var á leið til Heklu árið, scm hún gaus, 1845. Nokkrum árum áður var þar Gaimard hinn franski, sem Jónas orti um fagurlega: „Þú stóðst á tindi Heklu hám.“ Um Idu þessa var ekki ort, en hún hefur sjálf reynt að halda uppi minningu sinni með lítilli reisubók. Frúin var á leið frá Skálholti austur yfir Þjórsá. Þá liggur leiðin um Landið, og hún ætlar að heilsa upp á prestinn, séra Jón Torfa- 32 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.