Goðasteinn - 01.03.1964, Side 35

Goðasteinn - 01.03.1964, Side 35
son (1799-1848). Jón fékk Landþing 1836 og þjónaði þeim í 10 ár, en fluttist þá að Felli í Mýrdal og drukknaði í Þverá 4. júní 1848. Kona Jóns var Oddný Ingvarsdóttir frá Skarði á Landi (sjá Óskar Einarsson: Staðarbræður og Skarðssystur, Rvík. 1953). Frú Pfeiffner hafði farið á ferju yfir Þjórsá, en sundlagt hest- ana. Það vill svo vel til, að séra Jón messar á Stóruvöllum þenn- an dag, og frúin var viðstödd guðsþjónustuna. Um þetta skrifar frúin á þessa leið: „Hér var mikill samsöfnuður manna og hesta. Þetta var á sunnudegi, og þar sem veður hafði verið bjart og fagurt um morguninn, hafði messan í fallegri kirkjunni verið fjöl- sótt. Að messunni lokinni sá ég eftirminnilega sjón. Fólkið streymdi út úr kirkjunni (ég taldi 96, sem er óvenjulegt fjölmenni á Islandi) og dreifðist í smáhópa, þar sem það stóð hlægjandi og skrafandi. Og ekki gleymdist mönnum heldur að væta á sér kverkarnar með brennivíni, sem þeir höfðu vitaskuld á reiðum höndum. Síðan voru hestarnir sóttir og kveðjurnar hófust. Koss- um rigndi niður í öllum áttum, eins og ræflarnir byggjust ekki við að sjást framar. Um allt Island er það almennur siður að heilsast og kveðjast með rembingskossi - siður, sem útlendingi geðjast ekki meira en svo að, láti hann eftir sér að horfa á óhrein og viðbjóðsleg andlitin, tóbaksnefin á gamla fólkinu og vanhirðuna á krökkunum. En um allt þetta kærir íslendingurinn sig kollóttan. I þetta skipti kyssti hvert einasta sóknarbarn prest- inn, og hann faðmaði þau að sér í staðinn. Þá kysstu þau hann í annað sinn, án tillits til kynferðis eða þjóðfélagsstöðu. Og ég varð meira en lítið undrandi, er ég sá fylgdarmann minn, sem aðeins var óbreyttur almúgamaður, heilsa sex sýslumannsdætrum og konum og börnum prestanna eða sjálfum sýslumanninum og fleirum og fleirum á þennan hátt og komst að raun um, að kveðj- um hans var tekið. Sinn er siður í landi hverju.“ (Sýslumaðurinn gæti hafa verið Magnús Stephensen í Vatnsdal í heimsókn hjá séra Jóni. Dætur hans gátu hafa verið þarna sex, en þá hefur sú yngsta verið aðeins jja ára). Þá er Oddur tók við búi var árferði fremur gott og hélzt svo til 1852. Þá voru grasár allgóð og nýting, lökustu árin máttu kallast meðalár. Árið 1845 var sérstök árgæzka, og 1847 var vetur Goðasteinn 33

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.