Goðasteinn - 01.03.1964, Page 41

Goðasteinn - 01.03.1964, Page 41
frá Vetleifsholtsparti í Holtum. Þau áttu heimili í Reykjavík. Áttit einn son, Jón Elías vélstjóra, kv. Jórunni Bjarnadóttur ljósmóður frá Geitabergi. Þegar þess er gætt, að Oddur lifði skamman aldur og var ein- yrki, sem jafnan átti við örðugan hag að búa, þá er það víst, að hann hefur notað vel strjálar frístundir til ritstarfa og lesturs. I sinni merku bók um Rangvellinga segir frú Helga Skúladóttir frá Keldum: „Oddur var hagmæltur, bókhneigður; hafði bók með sér á engjarnar og las fyrir fólkið í matar- og kaffitímum.“ Skal nú vikið að ritstörfum Odds og félagsmálastarfi. Mannlýsingar á bóndanum í Þúfu verður vant frá minni hendi í þættinum þeim arna. Mynd er engin til, og meira en öld liðin frá dauða hans. Um það er ekki að sakast. Af þeim brotum, sem hér hefur verið reynt að bræða saman, eiga lesendur að gjöra sér einhverja hugmynd um manninn, þótt ekki sé unnt að greina frá andlitssvip, hæð og vaxtarlagi. Það skiptir ekki öllu máli. Minning Odds í Þúfu hefur lifað í hugum Landmanna allt fram á þennan dag. Svo ritar Jón bóndi Árnason á Lækjarbotnum höfundi þátt- arins: „Ég heyrði oft minnst á Odd í uppvexti mínum og jafnvel vitnað til hans fram á þennan dag, sem sýnir, að hann hefur enginn meðalmaður verið, og ævinlega á einn veg, sem gáfaðs prúðmennis. Var þó manngildi mjög miðað við efnahag í þá daga. Hann mun jafnan hafa verið fremur fátækur, en fræðimaður og skrifaði fallega rithönd.“ Jón á Lækjarbotnum er merkur fróð- leiksmaður, nú háaldraður orðinn. Þá heyrði ég Odd í Þúfu fyrst nafngreindan, svo ég muni, að faðir mínn, sem var úr Landsveit, sagði mér, að samtímamenn Odds, einhverjir, hefðu hent að því góðlátlegt skop, að eitt sinn um slátt hefði Oddur tekið sér bók í hönd að loknum málsverði, en ekki gætt þess hve tíminn leið skjótt, en þá er upp var litið, var komið ofaní töðuna á túninu. Hvort sem sagan er sönn eða ekki, er hún táknræn um líf Odds. Áhuginn til fræðistarfa og lesturs var mikill, en forsjónin mældi honum nauman tíma til hugðarmála. Þá er Oddur var 35 ára gamall, var hann kjörinn hreppstjóri Landmanna. Var það kjör óvenjulegt, því efnabændur þóttu öðr- Goðasteinn 39

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.