Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 42

Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 42
um fremur fallnir til þess trúnaðarstarfs. í samtímaheimild segir svo: „Mjög óvíða voru þá stofur nema á prestssetrum og hjá efn- uðustu bændum, helzt hreppstjórum, sem þá þóttu engin smá- menni.“ - Hreppstjórinn í Þúfu hafði víst enga stássstofu, en hann átti traust sveitunga sinna. Oddur var hreppstjóri frá 1852 til dauðadags. Hreppsbækur eru vel skráðar, en eru nú nær sundur fallnar af fúa. Raunar verður maður ekki mikils vísari um Odd af þeirri bók, enda varla þess að vænta, en af henni má margt ráða um efnahag manna á þeim árum. Hreppsómagar voru átta, sem gat ekki talizt mikið á þeiin árum. Einn kostnaðarliður í hreppsbókinni vekur nokkra forvitni: „Fyrir njósnaferð 2 manna í Torfajökul 8 ríkisdalir". Um þessar mundir var útilegumannatrú mikil og munu þessir „njósnarar“ hafa átt að svipast um eftir þeim þar efra. Ef til vill hafa slæmar heimtur af fjalli styrkt grun manna um útilegumenn á Landmanna- afrétti. Og kannski var þessi grunur ekki mjög óeðlilegur, því að í tíð þálifandi manna höfðu menn verið að leggjast út, sem kallað var. í annálum frá 1828 er til að mynda frá því sagt, að bændur tvcir úr Landeyjum, annar giftur, hafi strokið á fjöll það haust, stálu sex hestum og nokkru fé, en „sjálfkrafa komnir aftur, skemmdir af kali.“ Já, mörgum varð vistin köld á fjöllum. - í stjórnmálum mun Oddur hafa fylgt Jóni Sigurðssyni. Má meðal annars álykta svo af því, að hann var áskrifandi Nýrra Félagsrita frá upphafi. Hann var eini bóndinn í Landsveit, sem keypti félagsritin. Vissulega höfðu aðrir þó til þess meiri efni. Alls voru kaupendur félagsrita 12 í fyrstu í Rangárþingi, flestir embættismenn. í þrem hreppum var enginn kaupandi. Upplag ritanna var eitt þúsund í byrjun, en var skjótt lækkað í sex hundr- uð, svo hækkað aftur um tvö hundruð. Nokkrum árum síðar skrifaði Sighvatur alþm. Árnason Jóni forseta, að hann geti ekkert selt af Félagsritum í Rangárvallasýslu. Er Jón stundum þungorður í bréfum sínum út í Rangæinga fyrir tómlæti gagnvart félagsrit- unum og síðar Þjóðvinafélaginu. Þótt Jón þekkti vel vond kjör Islendinga, gjörði hann til þeirra kröfur um, að þeir keyptu rit þau, sem hann var viðriðinn. - Hvergi hef ég fundið, að Jón forseti og Þúfubóndinn hafi skipzt 40 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.