Goðasteinn - 01.03.1964, Page 43
á bréfum. En líklegt má telja, að fundum þeirra hafi borið saman.
Jón forseti fór austur í Landsveit til að skoða Heklugosið 1845.
I fylgd með honum var Hoppe stiftamtmaður. Var nokkur straum-
ur ferðamanna austur þeirra erinda. Árni Helgason í Görðum segir
í einu bréfa sinna: „Heklugosið .... dregur að sér alla upplýsta
menn úr kaupstöðum vorum og suma tvisvar, svo bændur eystra
eru farnir að kveina undan átroðningnum, enda þykir þeim ekki
tilefni til lystiferða, þegar bjargræði þeirra er að eyðileggjast.“
Finnur, sonur séra Jóns Torfasonar á Stóruvöllum (Finnur á
Kjörseyri), segir svo frá komu forsetans austur á Land: „Margir
ferðamenn komu þá að Stóruvöllum til að skoða gosið. Sérstak-
lega man ég eftir Jóni forseta Sigurðssyni .... Móðir mín varð
að taka á móti gestum. Staðnæmdust þeir stiftamtmaður og Jón
Sigurðsson í bæjardyrunum og tók ég þá vel eftir klæðnaði þeirra.
Jón var í bláum jakka og í svörtum buxum og vatnsstígvélum;
með „blankhatt“, sem þá voru algengir og lengi síðan. . . .“ Aug-
ljóst er, að koma forsetans hefur verið mikill viðburður í sveitinni.
Oddur segir einnig frá þessari ferð Jóns og stiftamtmanns austur
á Land í dagbók sinni um gosið: „Þriðjud. 30. sept. var hvass
vindur á útnorðan og nærri frostlaust . . var sólskin og snjór
bráðinn af fjöllunum; eldurinn var við sama.
Þennan dag skoðuðu þeir stiftamtmaður v. Hoppe, Jón kandidat
Sigurðsson og séra Jón Torfason á Stóruvöllum eldhraunið, sem
stóð við sama, nema það var að hækka.“
Þótt ævi Odds í Þúfu yrði ekki löng, lifði hann þó tvo mikla
jarðsögulega atburði í héraði sínu: Gosið í Eyjafjallajökli 1822, hið
síðasta, og Heklugosið 1845, sem fyrr getur. Fyrra gosið hefur
hann tæpast munað, þá aðeins fjögra ára, en um Heklugosið skráði
hann ítarlega frásögn. -
Handrit og handritabrot Odds eru 6, sem vitað er um, en lik-
legt er, að eitthvað hafi glatazt. Handritin eru varðveitt í Lands-
bókasafni, utan eitt, sem er í minni vörzlu enn um sinn. Öll bera
þau vitni um staka vandvirkni skrásetjarans. Flest eru þau með
skrifletri, þó ekki öll. Skal nú gjörð nokkur grein fyrir hand-
ritasafni Odds:
Próf. Þorvaldur Thoroddsen byggir frásögn sína af Heklugosinu
Goðasteinn
4i