Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 47
búizt var við í fyrstu, og hefðu fáir trúað, að ekki yrði fellir
síðasta vor (1846). Má þakka þetta, segir höf., góðri tíð og því, að
askan var ekki eitruð. Sumir gengu fast fram í því, að brjóta
gaddinn úr tönnum fjárins. Böðvar bóndi Tómasson á Reynifelli
braut gadd úr 650 fjár á 19 bæjum. -
Sá maður, sem ítarlegast ritaði um Heklugosið 1845 var dansk-
ur, Jörgen C. Schythe að nafni, fæddur í Khöfn 1814, d. 1877. Árið
1838 sótti Jónas Hallgrímsson um styrk til rannsóknaferða á Is-
landi. Danska stjórnin hafði þá ákveðið að senda fyrrnefndan
Schythe og J. S. Steenstrup (1813-1897) náttúrufræðing til Islands
þessara erinda. Áttu þeir að dvelja hálft annað ár hér uppi við
náttúrurannsóknir. Steenstrup var jafnan talinn merkismaður, en
Schythe þótti eigi mikill staðfestumaður, en gáfaður. Féll Steens-
trup illa, hve létt Schythe tók á umfangsmiklu verkefni þeirra
félaga. Sögðu sumir, að Schythe hafi verið illa þokkaður af Is-
lendingum, en hann mun þó aldrei hafa borið þeim illa söguna,
sem þó margir útlendingar gjörðu.
Magnús Grímsson segir frá því, að Schythe hafi legið í tjaldi
upp við Heklu og átt náðuga daga. Hafði hann legubekk í tjald-
inu og hvíldi sín lúin bein. Þorvaldur Thoroddsen segir að bók
Schythes sé mjög vel samin og ítarlegasta rit, sem skrifað hafi
verið um nokkurt íslenzkt eldfjall (Hekla, Kh. 1846) og muni
eigi fyrnast.
Guðmundur Kjartansson heldur því fram, í bók sinni um Heklu
(Hekla. Árb. F. I. Rvík. 1946), að skýrsla Odds sé rituð af meiri
staðþekkingu en bók Schythes, og er það ekki nema að vonum.
- Schythe hafði álitið, að vikurstíflan hefði verið orsök hlaup-
anna í Rangá. Hinu sama hélt Hannes Finnsson fram í skýrslu
sinni um Heklugosið 1766-67. Stíflan hefði loks rofnað, og vatnið
brotizt fram með ofsahraða. Schythe var og þeirrar skoðunar, að
nýsnævi á Heklu hafi átt sinn þátt í hlaupunum, en Guðmundur
Kjartansson álítur það hinsvegar aðalorsök þeirra. Það sanni
einnig skýrsla Odds í Þúfu, því hann sýni greinilega fram á, að
hlaupið 1845 hafi verið jökulhlaup. -
Um Odd í Þúfu hefur aldrei verið skrifað ítarlega, en kunn-
Goðasteinn
45