Goðasteinn - 01.03.1964, Page 48

Goðasteinn - 01.03.1964, Page 48
ástur hefur hann orðið af Hekluriti sínu og oft til þess vítnað. Þorvaldur Thoroddsen getur þess t. d. í Landfræðisögu (III, 20) og hinu mikla verki sínu Die Geschichte der Islándischen Vulkane (Kh. 1925). Tekur hann þar kafla úr riti Odds, lítið eitt breyttan, um upphaf eldsumbrotanna. I sögu Islendinga í Vesturheimi (I, 32) er vitnað í rit Odds, þar sem segir, að salt hafi komið upp með gosinu, og reynzt gott til neyzlu. - Handrit Odds um Heklugosið í Landsbókasafni er í JS 422 4to. Það er 53 bls. þéttskrifaðar, geymt í safni af skýrslum um eldgos 1580-1860, 16 hefti alls, en framanvið er „Oversigt over de isl. Beretninger om Vulkanudbrud“, eftir Jón Sigurðsson forseta; handritin öll úr safni Jóns. Stafsetning Odds er allfjarri því, er nú tíðkast; í henni er fullt samræmi og liggur nærri framburði. Ritgjörðinni fylgir mynd, sem Oddur hefur teiknað af Heklu. Tveir eldstólpar gjósa upp úr fjallinu, en hraunstraumar renna niður hlíðarnar. Sést greinilega, hvar hraunflóðið rennur framhjá gamla Næfurholti. Nafnið á ritinu er ærið langt, ef tileinkunin er látin fylgja með: „Dagskrá um Heklugosið 1845-6 og Afleiðingar þess. Rit þetta dirfist ég að Tileinka Herra Finni Magnússyni Doktóri í heimspekji, Etazráði, Prófessóri og Leindarskjalavörði, Riddara af Dannebroge og Dannebrogsm. m. m. með auðmíkt og virðingu. Oddur Erlendsson.“ Ekki hafa fundizt nein bréf uppá það, að þeir hafi haft nokkur samskipti á ævinni, hinn virðulegi og hálærði prófessor í kóngsins Kaupmannahöfn og bóndinn í Þúfu. Þó gæti verið, að bréf hafi farið milli þeirra, en um nánari kynni er varla að ræða. En báðir voru fræðimenn, hvor á sinn hátt, enda ólík aðstaða og ævikjör. Oft verður þess vart í ritum Odds, að lærdóm og menntun dáir hann af heilum huga. Og vafalítið má ætla, að hann hafi stundum þótzt illa fjarri þeim fræðabrunni, sem þá var aðeins að finna handan úthafs. Finnur próf. Magnússon mun án efa hafa haft áhuga á eld- gosasögu landsins. Líklegt er, að Oddur hafi um það vitað. Finnur hefur fylgst með þessum mikla náttúruviðburði á íslandi af alhug, 46 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.