Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 53

Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 53
Þá er eítt sýnishorn af formannavísum úr Grindavík: Jón Hafliðason ég sá, sverðs með viðutn Hópi frá, hvetja skrið um kembings krá, keiiu-miða jónum á. Þetta verður látið nægja sem óvaldar tilvitnanir í kveðskap Odds. Hefur verið gjörð stutt grein fyrir handritum hans, sem nú finnast. Tel ég vafalaust, að margt sé glatað, því frá síðasta áratugnum sem hann lifði, fyrirfinnst ekkert. En ekki er trúlegt, að hann hafi lagt penna og pappír með öllu fyrir róða í meira en tíu ár. Hitt er svo annað, að honum var eignað verk nokkurt, sem ég ætla, og fleiri eru sömu skoðunar, að hann hafi ekki saman sett. Það er hin svonefnda Tábeitisprédikun. Prédikun þessi er prentuð í Skyggni (I, 129-43), safni Guðna próf. Jónssonar. Þetta er stól- ræða í skopstíl og átti að hafa verið flutt í verbúð suður með sjó. Sjómenn kusu sér embættismenn nokkra og segir sagan, að Oddur í Þúfu væri kjörinn prestur og átti að messa. Hafi hann þá flutt Tábeitisprédikun, en þar á að vera stefnt háðulega að hjónum sem bjuggu í Hjallanesi, bæ skammt frá Þúfu. Hét bóndinn þar Björn Gíslason. Sagt er, að þá er Björn las ræðuna fyrir föður sinn, þá hafi karl mælt, er kom nokkuð fram í lesturinn: „Hættu nú að lesa Björn, því nú skil ég allt.“ Man ég, að föðursystir mín, sem ólst upp á Landinu, hafði stundum að orðtaki: „Hættu nú að lesa Björn.“ Ég hélt, að hún hefði fundið þetta upp sjálf. Uppruninn skýrðist áratugum seinna. - Sumir Landmenn munu hafa talið, að Oddur hefði samið Tábeiti. Guðni Jónsson færir að því einföld, en glögg rök, að svo geti ekki verið. Hann bendir á, að elzta handritið sé frá árinu 1834, en ræðan getur verið eldri. Þá var Oddur ekki nema 16 ára, en ræðan beri vitni miklu meiri ritleikni og þroska, en hægt sé að gjöra ráð fyrir hjá unglingi. Jón bóndi á Lækjarbotnum hefur líka heyrt Odd orðaðan við Tábeiti. Hann segir svo í bréfi: „En um álit manna hér á Oddi er eftirfarandi: Það kom út, eða öllu heldur fannst milli bæja, bók sem hét Tábeitiprédikun, níð- Goðasteinn 5i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.