Goðasteinn - 01.03.1964, Qupperneq 53
Þá er eítt sýnishorn af formannavísum úr Grindavík:
Jón Hafliðason ég sá,
sverðs með viðutn Hópi frá,
hvetja skrið um kembings krá,
keiiu-miða jónum á.
Þetta verður látið nægja sem óvaldar tilvitnanir í kveðskap
Odds. Hefur verið gjörð stutt grein fyrir handritum hans, sem
nú finnast. Tel ég vafalaust, að margt sé glatað, því frá síðasta
áratugnum sem hann lifði, fyrirfinnst ekkert. En ekki er trúlegt,
að hann hafi lagt penna og pappír með öllu fyrir róða í meira
en tíu ár.
Hitt er svo annað, að honum var eignað verk nokkurt, sem ég
ætla, og fleiri eru sömu skoðunar, að hann hafi ekki saman sett.
Það er hin svonefnda Tábeitisprédikun. Prédikun þessi er prentuð
í Skyggni (I, 129-43), safni Guðna próf. Jónssonar. Þetta er stól-
ræða í skopstíl og átti að hafa verið flutt í verbúð suður með sjó.
Sjómenn kusu sér embættismenn nokkra og segir sagan, að Oddur
í Þúfu væri kjörinn prestur og átti að messa. Hafi hann þá flutt
Tábeitisprédikun, en þar á að vera stefnt háðulega að hjónum
sem bjuggu í Hjallanesi, bæ skammt frá Þúfu. Hét bóndinn þar
Björn Gíslason. Sagt er, að þá er Björn las ræðuna fyrir föður
sinn, þá hafi karl mælt, er kom nokkuð fram í lesturinn: „Hættu
nú að lesa Björn, því nú skil ég allt.“ Man ég, að föðursystir
mín, sem ólst upp á Landinu, hafði stundum að orðtaki: „Hættu
nú að lesa Björn.“ Ég hélt, að hún hefði fundið þetta upp sjálf.
Uppruninn skýrðist áratugum seinna. -
Sumir Landmenn munu hafa talið, að Oddur hefði samið
Tábeiti. Guðni Jónsson færir að því einföld, en glögg rök, að svo
geti ekki verið. Hann bendir á, að elzta handritið sé frá árinu
1834, en ræðan getur verið eldri. Þá var Oddur ekki nema 16
ára, en ræðan beri vitni miklu meiri ritleikni og þroska, en hægt
sé að gjöra ráð fyrir hjá unglingi. Jón bóndi á Lækjarbotnum
hefur líka heyrt Odd orðaðan við Tábeiti. Hann segir svo í bréfi:
„En um álit manna hér á Oddi er eftirfarandi: Það kom út, eða
öllu heldur fannst milli bæja, bók sem hét Tábeitiprédikun, níð-
Goðasteinn
5i