Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 57
að Noregur og fylgilöndin komust undir danskan þjóðhöfðingja, er
hægt að átta sig á þessu vandamáli og svara að einhverju leyti
spurningunni um það, hvers vegna við íslendingar börðumst fyrir
fullveldi okkar við frændur okkar Dani, en ekki frændur okkac
Norðmenn.
Hákon gamli Noregskonungur, sonarsonur Sverris konungs, naut
ekki langra lífdaga, eftir að íslendingar höfðu svarið honum land
og þegna á Alþingi 1262, því að hann andaðist í árslok 1263 og
var þá staddur á Orkneyjum á heimleið eftir árangurslitla her-
ferð gegn Skotum, en þeir höfðu lagt undir sig Suðureyjar, sem
Norðmenn töldu sig enn eiga. Að Hákoni konungi látnum kom
til ríkis Magnús sonur hans, er oftast var nefndur Magnús laga-
bætir. Viðurnefni sitt hlaut hann sakir hinnar miklu löggjafar-
starfsemi sinnar, en hann vann ötullega að samræmingu laga í
hinum einstöku landshlutum Noregs, og handa fslendingum lét
hann semja tvær lögbækur, Járnsíðu og Jónsbók.
Magnús konungur lagabætir andaðist árið 1280, og varð þá
konungur eftir hann eldri sonur hans, er hét Eiríkur og var nefnd-
ur prestahatari. f stjórnartíð hans stóð yfir mikill ófriður með
ráðamönnum ríkis og kirkju, og hlaut konungur viðurnefni sitt af
þeim sökum. Eiríkur prestahatari féll frá á unga aldri, árið 1299,
og kom þá til valda yngri bróðir hans, Hákon, er var nefndur
háleggur.
Hákon konungur dvaldist lengst af í Osló og gerði borg þá að
höfuðborg í stað Björgvinjar, þar sem fyrirrennarar hans flestir
höfðu haft aðsetur. Sú breyting táknaði það, að þungamiðja ríkis-
ins var nú ekki vestan fjalls, heldur austan fjalls og í Vikinni,
og samskipti við umheiminn beindust ekki í vesturveg, heldur
suður og austur til grannlandanna, Danmerkur, Svíþjóðar og
Þýzkalands.
En hvað sem því líður, þá stjórnaði Hákon háleggur ríki sínu
af myndugleik og festu og skipaði konungssessinn með ólíkt meiri
myndarskap en bróðir hans Eiríkur prestahatari. En í stjórnartíð
Hákonar voru augljós teikn á himni, er boðuðu erfiða tíma, og
það sem einkennir þjóðlífið, er uppgangur hinna þýzku Hansa-
kaupmanna og vaxandi veldi aðalsins. Lénsskipulagið breiddist út
Goðasteinn
55