Goðasteinn - 01.03.1964, Page 60

Goðasteinn - 01.03.1964, Page 60
óskir Norðmanna um að slíta hinu óvinsæla konungssambandi við Svíá mundu rætast með tímanum. Er Hákon Magnússon var fimmtán ára, tóku Norðmenn hann til konungs, árið 1355. Magnús faðir hans var áfram konungur í Svíþjóð og áskildi sér jafnframt sér til framfæris yfirráð í hluta af Noregsríki, sem var Hálogaland, Færeyjar, Hjaltland og ísland, svo að Island var í rauninni áfram í konungssambandi við Svíþjóð, þótt Noregur fengi annan konung, og hélzt sú tilhögun að nafninu til meðan Magnús lifði eða til 1371. Magnús konungur fékk ekki lengi að sitja í friði í Svíþjóð, eftir að Hákon varð konungur í Noregi, því að brátt hófst gegn honum uppreisn undir forustu Eiríks sonar hans, sem kunni því iila, að yngri bróðirinn, Hákon, væri gerður að konungi, en sjálfur fengi hann ekki ríki. Uppreisnarmenn voru sigursælir og lyktaði viðureigninni með sætt milli feðganna og skiptingu á ríkinu, svo að þeir urðu báðir konungar í Svíþjóð. En Eiríkur Magnússon dó árið 1359, og kusu þá hinir uppreisnargjörnu sænsku höfðingjar Hákon bróður hans konung í hluta af Svíþjóð til að forða því að Magnús smekkur næði þar aftur völdum. Um þetta leyti hafði Magnús konungur glatað héraðinu Skáni, er Svíar höfðu nýverið hertekið, úr höndum sér til Valdemars Atterdags Danakonungs. Svíar voru honum afar gramir vegna þessa landamissis og gerðu að konungi sínum forspurðum banda- lag við þýzkú Hansaborgirnar og réðust á Dani. Magnús og Hákon urðu að heyja þessa styrjöld, en ekki fylgdi verulegur hugur máli af þeirra hendi. Hinn slungni konungur Dana, Valdemar Atterdag, vafði þeim líka um fingur sér og fékk þá til að semja frið, fyrr en varði. Þannig var þá ástatt hjá Valdemari, að hinn eini eftir- lifandi sonur hans og líklegur ríkiserfingi í Danmörku hafði fallið í orrustu við Hansamenn. Og í samningsmakki sínu við þá feðga Magnús og Hákon sýndi hann þeim fram á, hversu skynsamlegt væri fyrir þá alla að hætta stríðinu og gerast heldur bandamenn, því að þá gæti hann hugsað sér að gifta Hákoni Noregskonungi Margréti dóttur sína, og ef að því yrði, mundu verða líkur á, að Norðurlönd sameinuðust undir einum þjóðhöfðingja í fram- tíðinni og sameinuð hefðu þau ekkert að óttast, ekki einu sinni 58 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.