Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 60

Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 60
óskir Norðmanna um að slíta hinu óvinsæla konungssambandi við Svíá mundu rætast með tímanum. Er Hákon Magnússon var fimmtán ára, tóku Norðmenn hann til konungs, árið 1355. Magnús faðir hans var áfram konungur í Svíþjóð og áskildi sér jafnframt sér til framfæris yfirráð í hluta af Noregsríki, sem var Hálogaland, Færeyjar, Hjaltland og ísland, svo að Island var í rauninni áfram í konungssambandi við Svíþjóð, þótt Noregur fengi annan konung, og hélzt sú tilhögun að nafninu til meðan Magnús lifði eða til 1371. Magnús konungur fékk ekki lengi að sitja í friði í Svíþjóð, eftir að Hákon varð konungur í Noregi, því að brátt hófst gegn honum uppreisn undir forustu Eiríks sonar hans, sem kunni því iila, að yngri bróðirinn, Hákon, væri gerður að konungi, en sjálfur fengi hann ekki ríki. Uppreisnarmenn voru sigursælir og lyktaði viðureigninni með sætt milli feðganna og skiptingu á ríkinu, svo að þeir urðu báðir konungar í Svíþjóð. En Eiríkur Magnússon dó árið 1359, og kusu þá hinir uppreisnargjörnu sænsku höfðingjar Hákon bróður hans konung í hluta af Svíþjóð til að forða því að Magnús smekkur næði þar aftur völdum. Um þetta leyti hafði Magnús konungur glatað héraðinu Skáni, er Svíar höfðu nýverið hertekið, úr höndum sér til Valdemars Atterdags Danakonungs. Svíar voru honum afar gramir vegna þessa landamissis og gerðu að konungi sínum forspurðum banda- lag við þýzkú Hansaborgirnar og réðust á Dani. Magnús og Hákon urðu að heyja þessa styrjöld, en ekki fylgdi verulegur hugur máli af þeirra hendi. Hinn slungni konungur Dana, Valdemar Atterdag, vafði þeim líka um fingur sér og fékk þá til að semja frið, fyrr en varði. Þannig var þá ástatt hjá Valdemari, að hinn eini eftir- lifandi sonur hans og líklegur ríkiserfingi í Danmörku hafði fallið í orrustu við Hansamenn. Og í samningsmakki sínu við þá feðga Magnús og Hákon sýndi hann þeim fram á, hversu skynsamlegt væri fyrir þá alla að hætta stríðinu og gerast heldur bandamenn, því að þá gæti hann hugsað sér að gifta Hákoni Noregskonungi Margréti dóttur sína, og ef að því yrði, mundu verða líkur á, að Norðurlönd sameinuðust undir einum þjóðhöfðingja í fram- tíðinni og sameinuð hefðu þau ekkert að óttast, ekki einu sinni 58 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.