Goðasteinn - 01.03.1964, Side 63
Þórður Tómasson:
SöUiir iiiii Imlilnfóik
Við skulum leiða hugann inn í lágan, fátæklegan bæ undir
Austur-Eyjafjöllum nálægt 1880. Það er gamlárskvöld, og hús-
freyjan fágar bæ sinn og sópar í óða önn. Að verki loknu gengur
hún út í dyr og ávarpar huldar verur: „Komi nú þeir, sem koma
vilja, og fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum meinalaust".
Huldufólkið átti sér bústað í bænum árið um kring. Ekki var að
vita, nema það væri að búast á brott og annað að flytja í bæinn.
Þannig var það hjá mömmu, Helgu Nikulásdóttur á Önundar-
horni, á uppvaxtarárum mínum. Mamma varð oft vör við huldu-
fólk innanbæjar, en einna helzt á kvöldin, þegar hún stóð við
hlóðasteinana með prjónana sína og gætti að grautarpottinum.
Huldukona sýslaði þar þá einnig við störf sín, og mömmu leið
notalega í návist hennar. Suður í högum, skammt austan við
Miðbælisbakka, var gamall garðleggur, nær jarðsokkinn. Hann var
kallaður Kúagarður. Margir sáu ljósaröð í Kúagarði, þegar skyggja
tók. Ætlað var, að þar stæðu margir huldufólksbæir hlið við hlið.
Ég rak kýrnar oft fram hjá þessum garði og gekk stundum eftir
honum, þegar blautt var um. Ekki líkaði mömmu það, ef hún
komst að því, og varð þá stundum að orði: „Gaztu nú ekki álpazt
annarsstaðar en á garðinum“?
Hjörleifur bróðir mömmu og Kristín Oddsdóttir kona hans
reistu bú í nágrenni við okkur, í Yztabæli. Þaðan flutti þá gamall
maður, sem hét Einar Magnússon. Hann bað Hjörleif að varast
að breyta nokkuð gamla bænum, sem hann hafði búið í
þó eitthvað þyrfti að dytta að honum. Þar var húsum svo háttað,
að eldhúskrókur var vestur úr bæjardyrunum og innangengt úr
honum vestur í taðkofa. Búrið var inn af bæjardyrunum. Tað-
Goðasteinn