Goðasteinn - 01.03.1964, Qupperneq 63

Goðasteinn - 01.03.1964, Qupperneq 63
Þórður Tómasson: SöUiir iiiii Imlilnfóik Við skulum leiða hugann inn í lágan, fátæklegan bæ undir Austur-Eyjafjöllum nálægt 1880. Það er gamlárskvöld, og hús- freyjan fágar bæ sinn og sópar í óða önn. Að verki loknu gengur hún út í dyr og ávarpar huldar verur: „Komi nú þeir, sem koma vilja, og fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum meinalaust". Huldufólkið átti sér bústað í bænum árið um kring. Ekki var að vita, nema það væri að búast á brott og annað að flytja í bæinn. Þannig var það hjá mömmu, Helgu Nikulásdóttur á Önundar- horni, á uppvaxtarárum mínum. Mamma varð oft vör við huldu- fólk innanbæjar, en einna helzt á kvöldin, þegar hún stóð við hlóðasteinana með prjónana sína og gætti að grautarpottinum. Huldukona sýslaði þar þá einnig við störf sín, og mömmu leið notalega í návist hennar. Suður í högum, skammt austan við Miðbælisbakka, var gamall garðleggur, nær jarðsokkinn. Hann var kallaður Kúagarður. Margir sáu ljósaröð í Kúagarði, þegar skyggja tók. Ætlað var, að þar stæðu margir huldufólksbæir hlið við hlið. Ég rak kýrnar oft fram hjá þessum garði og gekk stundum eftir honum, þegar blautt var um. Ekki líkaði mömmu það, ef hún komst að því, og varð þá stundum að orði: „Gaztu nú ekki álpazt annarsstaðar en á garðinum“? Hjörleifur bróðir mömmu og Kristín Oddsdóttir kona hans reistu bú í nágrenni við okkur, í Yztabæli. Þaðan flutti þá gamall maður, sem hét Einar Magnússon. Hann bað Hjörleif að varast að breyta nokkuð gamla bænum, sem hann hafði búið í þó eitthvað þyrfti að dytta að honum. Þar var húsum svo háttað, að eldhúskrókur var vestur úr bæjardyrunum og innangengt úr honum vestur í taðkofa. Búrið var inn af bæjardyrunum. Tað- Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.