Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 66
Líkfylgdin var hnípin í bragði og söng með trega líksálm, sem
Oddný kunni. Brátt fór hún í hvarf við bæjarhúsin. Oddný gekk
fyrir eldhúshornið, sem bar á milli hennar og fólksins, en þá var
það horfið og söngurinn hljóðnaður. Oddný var þess fullviss, að
þetta hefði verið líkfylgd huldufólks á leið í Sebbasteina.
Skyggn vinnumaður á Hrútafelli fór einu sinni seint um kvöld
upp að Rauðafelli, fjölbýlisjörð. Honum varð að orði, þegar þang-
að kom: „Mörg eru ljósin á Rauðafelli, en fleiri eru ljósin á
Króki.“ Krókur er örnefni í Rauðafellsheiði, inn við Kaldaklifs-
árgil, fagurt land og búsældarlegt en aldrei byggt af mönnum.
-o-
í Drangshlíð lá huldufólkstrú í landi frá fornu fari. Þar var
tvíbýli, og um aldaraðir áttu báðir bæirnir fjós sín niður við drang-
inn, sem bærinn dregur nafn af. Aldrei var vakað yfir kú um
burð í Drangshlíð. Huldufólkið í drangnum sá nýbærum jafnan
borgið um burðinn og vildi þá enga mannaferð í fjósinu. Ábætir
og mjólkurskjóla voru sett í gluggatóftina yfir fjósdyrunum, þegar
kýr var burðarleg að kvöldi. Huldufólkið tók hvorttveggja til
greina, eins og við átti, og gerði nýbærunni og kálfinum allar
skyldur.
Björn, sonur Jóns Björnssonar hins ríka, og Guðný kona hans
bjuggu í Drangshlíð á fyrri hluta 19. aldar. Björn keypti einhvern
tíma kú af sveitunga sínurn. Á eðlilegum tíma kenndi hún kálfs-
sóttar. Var þá liðið nær vökulokum. Guðný ávarpaði þá tvö hjú
sín, vinnumann og vinnukonu, Sigríði að nafni, og sagði: „Ég
ætla að biðja ykkur að vaka yfir nýju kúnni, af því ég veit ekki
hvernig henni gengur að bera.“ Þau vikust vel undir það. Guðný
fékk þeim í hendur kaffiföng til hýrgunar, ef vakan yrði löng.
Kýrin var með murningssótt og nokkuð liðið á nótt, þegar vinnu-
maðurinn sagði: „Það er alveg óhætt fyrir þig, Sigga mín, að
fara heim og hita okkur kaffisopa.“ Hún féllst á það og var góða
stund burtu. Henni gefst á að líta þegar í fjósið kom, vinnumaður-
inn steinsvaf í moðbásnum, en kýrin var borin og kálfurinn kom-
64
Goðasteinn