Goðasteinn - 01.03.1964, Page 68
úr berginu. Daginn eftir hrapaði bezta kýrin hans fram af hellis-
berginu og beið bana af.
-o-
Húsfreyja í Eyvindarholti undir Eyjafjöllum hafði ýmislegt sam-
an við huldufólk að sælda og uppskar fyrir það blessun í búi. t
fjölda mörg ár var það föst regla í fjósinu í Eyvindarholti, að
tómur askur stóð þar á steini milli hurða, þegar farið var úr því
frá mjöltum. Hann var þá jafnan barmafylltur af nýmjólk og hvarf
sporlaust í hvert sinn. Sami askurinn kom á hlóðasteininn í Ey-
vindarholti fyrir hverja hátíð, þegar verið var að sjóða hangikjötið.
Ofan í hann var brytjað kjöt og flot, og að því búnu hvarf hann
sinn veg. Oft sagði húsfreyjan í Eyvindarholti: „Það verður aldrei
bjargarlaust í Eyvindarholti fyrir askinn þann arna.“ Þar var þá
líka alltaf nóg að bíta og brenna.
1 20 ár var sama fjósakona í Eyvindarholti og sá ætíð með
sóma um álfaaskinn. Elliburðir bægðu henni um síðir frá fjós-
verkum, og önnur vinnukona kom í stað hennar. Sú var alvöru-
lítil og flasgjörn. í fyrsta skipti, sem hún kom fram í fjósdyr mcð
mjólkurskjóluna, gerði hún sér hægt um vik og spyrnti við álfa-
askinum, svo hann hrökk út úr dyrum og brotnaði. I sama vet-
fangi datt hún um fjósþröskuldinn og lærbrotnaði. Húsfreyja sagði,
að verk hennar hefði komið henni í koll, og ekki væri við betra
að búast. Hún lét bæta askinn á lolci og eyra, og lét huldufólkið
það gott heita. Héldust þar gjafir og góð hót á báða bóga enn
um skeið.
-o-
Suður á Vatnsleysuströnd kynntist ég konu, sem hét Gróa Árna-
dóttir og bjó í Hlöðversnesi með manni sínum Teiti Teitssyni.
Hún var ættuð frá Giljum í Hvolhreppi og kunni ýmislegt þaðan
að segja. Á Giljum voru nokkrir staðir, sem haldið var, að huldu-
fólk byggi í .Nefndi hún einkum hæð, sem kölluð var Glerhaus,
skammt frá bænum. Á þessum slóðum var Gróa oft að leikjum
með öðrum börnum og ekki alltaf með spekt. Móður Gróu
dreymdi það nótt eina, að til hennar kom kona og kvartaði undan
því að börnin létu illa á húsþökunum hjá sér. Húsfreyja þóttist
66
Goðasteinn