Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 68

Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 68
úr berginu. Daginn eftir hrapaði bezta kýrin hans fram af hellis- berginu og beið bana af. -o- Húsfreyja í Eyvindarholti undir Eyjafjöllum hafði ýmislegt sam- an við huldufólk að sælda og uppskar fyrir það blessun í búi. t fjölda mörg ár var það föst regla í fjósinu í Eyvindarholti, að tómur askur stóð þar á steini milli hurða, þegar farið var úr því frá mjöltum. Hann var þá jafnan barmafylltur af nýmjólk og hvarf sporlaust í hvert sinn. Sami askurinn kom á hlóðasteininn í Ey- vindarholti fyrir hverja hátíð, þegar verið var að sjóða hangikjötið. Ofan í hann var brytjað kjöt og flot, og að því búnu hvarf hann sinn veg. Oft sagði húsfreyjan í Eyvindarholti: „Það verður aldrei bjargarlaust í Eyvindarholti fyrir askinn þann arna.“ Þar var þá líka alltaf nóg að bíta og brenna. 1 20 ár var sama fjósakona í Eyvindarholti og sá ætíð með sóma um álfaaskinn. Elliburðir bægðu henni um síðir frá fjós- verkum, og önnur vinnukona kom í stað hennar. Sú var alvöru- lítil og flasgjörn. í fyrsta skipti, sem hún kom fram í fjósdyr mcð mjólkurskjóluna, gerði hún sér hægt um vik og spyrnti við álfa- askinum, svo hann hrökk út úr dyrum og brotnaði. I sama vet- fangi datt hún um fjósþröskuldinn og lærbrotnaði. Húsfreyja sagði, að verk hennar hefði komið henni í koll, og ekki væri við betra að búast. Hún lét bæta askinn á lolci og eyra, og lét huldufólkið það gott heita. Héldust þar gjafir og góð hót á báða bóga enn um skeið. -o- Suður á Vatnsleysuströnd kynntist ég konu, sem hét Gróa Árna- dóttir og bjó í Hlöðversnesi með manni sínum Teiti Teitssyni. Hún var ættuð frá Giljum í Hvolhreppi og kunni ýmislegt þaðan að segja. Á Giljum voru nokkrir staðir, sem haldið var, að huldu- fólk byggi í .Nefndi hún einkum hæð, sem kölluð var Glerhaus, skammt frá bænum. Á þessum slóðum var Gróa oft að leikjum með öðrum börnum og ekki alltaf með spekt. Móður Gróu dreymdi það nótt eina, að til hennar kom kona og kvartaði undan því að börnin létu illa á húsþökunum hjá sér. Húsfreyja þóttist 66 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.