Goðasteinn - 01.03.1964, Qupperneq 69
vita, hvert það stefndi og bannaði börnunum að láta illa á Gler-
haus og þar í grend. Þau hétu góðu, en gekk verr að muna.
Huldukonan kvartaði aftur og konan kom kvörtun hennar með
meiri alvöru til barnanna, en vart með meiri árangri en áður.
Litlu seinna bar svo til á sunnudagsmorgni á Giljum, að rætt
var um kirkjuferð. Gróa vildi óðfús fá að fara til kirkjunnar, en
sá hængur var á, að hún átti eftir að reka kýrnar í haga niður á
Þverárbakka. Henni var heitið ferðinni, ef hún yrði rösk við rekst-
urinn.
Gróa var langdrægt komin á leiðarenda, þegar tveir menn, karl
og kona, riðu sitt upp að hvorri hlið hennar. Ekki bar hún kennsl
á þau, og búningur þeirra var með undarlegum hætti. Karlmaður-
inn reiddi upp svipu sína og sagði byrstur við Gróu: „Ég skal
slá þig.“ Ekkert varð þó úr högginu, því konan bað Gróu griða
og sagði: „Nei, þú gerir það ekki góði minn. Hún gerir það ekki
oftar.“ í töluðum orðum riðu þau áfram á spretti, og vissi Gróa
ekkert, hvað af þeim varð. Hún var þá miður sín af hræðslu og
stökk hágrátandi heim á léið. Móður hennar kom þessi saga ekki
á óvart og fannst þetta vel sloppið. Hún sagði við Gróu: „Láttu
þér þetta að kenningu verða og sjáðu hann Glerhaus og hólana í
friði. Þetta hafa verið hólbúar." Gróu varð atvikið næg áminning
og lét huldufólkið í friði þaðan af.
-o-
Einu sinni voru tvær stúlkur úr Njarðvík að smala kvíám inni
á Vogastapa. Sól skein í heiði og var mjög heitt um daginn, svo
megn þorsti sótti að stúlkunum. Þær settust niður til að hvíla sig
og heyrðu þá, að skekinn var strokkur í berginu undir fótum þeirra.
Annarri varð þá að orði: „Mikið vildi ég óska, að til okkar væru
komnar strokkvolgar áfir.“ Hin svaraði: „Heldurðu þá, að þú
þyrðir að drekka þær?“ Hún hélt það vera. 1 töluðum orðum stóð
hjá þeim stór tréausa sneisafull af áfum og væn smérklípa á hvor-
um barmi. Stúlkan, sem einskis hafði óskað, drakk til hálfs úr
ausunni og borðaði aðra klípuna, en hin snerti hvorugt. Henni
heyrðist þá sagt: „Þú skalt ganta einhvern annan en mig næst.“
Goðasteinn
67