Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 71

Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 71
Hjalti Jónsson í Hólum: Björn Kjaftur Maður hét Björn. Hann átti heima á Austfjörðum á síðari hluta 19. aldar. Mun hann lengst hafa verið á Eskifirði. Ekki hef ég frétt um ætt hans eða uppruna. Hann var almennt nefndur Björn kjaftur, vegna þess að hann þótti fljótur að kasta frarn skammavísum um þá, sem honum fannst hann eiga eitthvað sök- ótt við. Einhverju sinni komu fram í sjóþorpi á einum firðinum níðvísur, sem eignaðar voru Birni. Þær byrjuðu svona: Yrki ég enn um andskotann, á mér níðast gjörði hann. Þó hvinnskur bæði og svikull sé, samt hann ætíð vantar fé. Lítil þessi ljóð ég honum læt í té. Ekki hef ég heyrt fleiri erindi úr brag þessum og hygg, að sögu- maður minn hafi ekki kunnað fleiri. Nú var maður þar í þorpinu að nafni Jón. Hann tók til sín vísurnar, og mun það hafa verið álit manna, að þeim væri til hans beint. Hann fór til sýslumannsins og kærði Björn fyrir að hafa ort níð um sig. Sýslumaður kallaði þá báða á skrifstofu sína á ákveðnum tíma, og mættu þeir þar. Hann spurði Björn, hvort hann hefði ort níð um Jón. Björn svaraði fáu, en dró upp úr vasa sínum blað, sem hann rétti sýslumanni, og sagði, að á því væru vísur þær, sem um var að ræða. Þegar sýslumaður hafði lesið vísurnar, sneri hann sér að Jóni og sagði við hann: „Viltu heita djöfull og andskoti, Jón minn?“ Jón kvað nei við því. „Þá er ekkert meira um þetta að segja,“ sagði sýslumaður, „því hér er ekkert annað nefnt.“ „Mér fannst þetta svo líkt lýsingunni á mér,“ sagði Jón. Goðasteinn 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.