Goðasteinn - 01.03.1964, Side 72
Björn Guðmundsson frá Rauðnefsstöðum:
Hafa skepnurnar sál?
Líklega þykir ýmsum þessi spurning heimskuleg, þar sem jafn-
vel sérfræðingar og fleiri lærðir menn eru efins um, að mennirnir
hafi sál. Til er bók, sem heitir Játningar, útg. í Reykjavík 1948.
I þessari bók eru 14 ritgerðir eftir jafn marga höfunda og einmitt
þá, sem þóttu einna ritfærastir hér á landi eða með þeim beztu.
Efni þessarra ritgerða er lífsviðhorf hvers höfundar fyrir sig og
þá helzt um annað líf. Þarna kennir margra grasa, og er skemmti-
legt að sjá, hvað höfundarnir eru vel að sér í heimssögunni, allt
frá því í árdaga. Sumir höfundanna eru einlægir trúmenn á gamla
vísu, aðrir eru efagjarnari en viðurkenna þó, að mér skilst, að það
hljóti að vera til einhver alheimsstjórnari. Frá mínu sjónarmiði er
það heimska að halda því fram, að enginn guð sé til. Þó ber
nokkuð á þeirri skoðun, a. m. k. á meðal unglinga og jafnvel hjá
sumu eldra fólki.
Allir vita, að nauðsynlegt er, þótt ekki séu nema tveir menn
saman við verk, að annarhvor sé stjórnandinn, auk heldur þegar
margir menn eru saman komnir. Að öðrum kosti fer allt í handa-
skolum. Og hvernig má það vera, að öll undrin, sem við sjáum
í náttúrunni, og sem ég er ekki maður til að lýsa, séu stjórnlaus?
Það er óhjákvæmilegt, að það hlýtur að vera til einhver alheims-
stjórnari, sem við köllum guð. En hvernig guð sé, er þýðingar-
laust að deila um. Þar standa allir jafn vitvana, jafnt spekingur-
inn og sá fáfróði. Má í því sambandi minna á orðin, sem höfð
eru eftir Sókrates: „Það sem ég veit, er það, að ég veit ekki neitt.“
Einn höfundanna í áðurnefndri bók getur þess, að hafi menn-
irnir sál, sem hann virðist ekki efa, hafi skepnurnar einnig sál.
Mér finnst efalaust, að menn og skepnur hafi sál, en hvorttveggja
á mismunandi stigi. Það er hægt að stigbreyta orðið sál, t. d.
mikill, meiri, mestur, lítill, minni, minnstur. Ég ætla nú að segja
70
Goðasteinn