Goðasteinn - 01.03.1964, Page 74
snjó. Urðu þar þá mikil kafhlaup. Fjárhúsin voru syðst í túninu.
Oft var ekki hugað að fé á kvöldin, þó það væri komið heim að
húsum, því að nálega aldrei varð að fé í heiðinni, hvernig sem
viðraði. Stundum var nokkuð af fénu komið það langt í burtu, að
það var styttra að fara til annarra húsa, ef gerði byl. Oftar var
það þó, að féð, sem ekki var komið til heimahúsa að kvöldi,
var komið þangað að morgni eftir vonda bylnótt og hafði sótt
beint á móti veðrinu. Aldrei skeikaði því frá að fara hina krók-
óttu götu eftir hryggjunum. Furðaði mig mjög á því, að ekki
stærri skepnur skyldu hafa þrek og vit tii að fara alla þessa
króka, stundum í ofsavondum bylhrinum og koidimmu. Hefði það
farið í lægðirnar var voðinn vís. Ég var þarna eins kunnugur og
bezt gat orðið og aldrei villugjarn. Þó held ég, að ég hefði aldrei
ratað alia þessa króka, sem féð fór, í niðamyrkri.
Hekla gaus 1947. Hlóð þá niður vikri og ösku á Rauðnefs-
stöðum. Heima við bæinn var vikurlagið 13 sm. á þykkt en
skammt austan við hann 30 sm. Fór það sívaxandi eftir því sem
kom ofar í fjallið. Ég kom 130 kindum fyrir á sjö bæjum úti á
Rangárvöllum, þar sem engin aska hafði fallið. Ég þorði ekki
annað, því búast mátti við, að Rangá yrði ófær heybílum. Heima
voru rúmlega 20 kindur, sem ekki þýddi að láta út, og voru
vandlega byrgðar. Á fjórða degi, eftir að féð fór, sá ég út um
stafnglugga, að tvær kindur stóðu uppi á húsinu, sem heimaféð
var byrgt í, engin kind átti að vera úti. Fjárhúsið var um 130 m
suður af bænum. Ég gekk þangað og var kominn spölkorn áleiðis,
er kindurnar tóku eftir mér. Komu þær þá á spretti til mín. Ég
þekkti þær þegar, hafði komið þeim að Stokkalæk. Torfærur voru
á leiðinni, Stokkalækur og Rangá full af íshroða, en þær höfðu
ekki sett það fyrir sig. Þær voru mjög vænar og í eðli sínu mjög
styggar, en nú komu þær fast að mér og þefuðu mig allan utan.
Ég ætlaði að reka þær fram að húsinu, en það gekk ekki. Kom
ég þeim þá aftur fyrir mig og hélt áfram. Gengu þær með og
svo nærri, að þær tróðu niður af mér skóna. Gekk ég á sokka-
leistunum þriðjung leiðarinnar. Ég gaf á jöturnar, þar sem kind-
urnar voru fyrir, en þessar sinntu ekki heyinu til að byrja með
72
Goðasteinn