Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 74

Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 74
snjó. Urðu þar þá mikil kafhlaup. Fjárhúsin voru syðst í túninu. Oft var ekki hugað að fé á kvöldin, þó það væri komið heim að húsum, því að nálega aldrei varð að fé í heiðinni, hvernig sem viðraði. Stundum var nokkuð af fénu komið það langt í burtu, að það var styttra að fara til annarra húsa, ef gerði byl. Oftar var það þó, að féð, sem ekki var komið til heimahúsa að kvöldi, var komið þangað að morgni eftir vonda bylnótt og hafði sótt beint á móti veðrinu. Aldrei skeikaði því frá að fara hina krók- óttu götu eftir hryggjunum. Furðaði mig mjög á því, að ekki stærri skepnur skyldu hafa þrek og vit tii að fara alla þessa króka, stundum í ofsavondum bylhrinum og koidimmu. Hefði það farið í lægðirnar var voðinn vís. Ég var þarna eins kunnugur og bezt gat orðið og aldrei villugjarn. Þó held ég, að ég hefði aldrei ratað alia þessa króka, sem féð fór, í niðamyrkri. Hekla gaus 1947. Hlóð þá niður vikri og ösku á Rauðnefs- stöðum. Heima við bæinn var vikurlagið 13 sm. á þykkt en skammt austan við hann 30 sm. Fór það sívaxandi eftir því sem kom ofar í fjallið. Ég kom 130 kindum fyrir á sjö bæjum úti á Rangárvöllum, þar sem engin aska hafði fallið. Ég þorði ekki annað, því búast mátti við, að Rangá yrði ófær heybílum. Heima voru rúmlega 20 kindur, sem ekki þýddi að láta út, og voru vandlega byrgðar. Á fjórða degi, eftir að féð fór, sá ég út um stafnglugga, að tvær kindur stóðu uppi á húsinu, sem heimaféð var byrgt í, engin kind átti að vera úti. Fjárhúsið var um 130 m suður af bænum. Ég gekk þangað og var kominn spölkorn áleiðis, er kindurnar tóku eftir mér. Komu þær þá á spretti til mín. Ég þekkti þær þegar, hafði komið þeim að Stokkalæk. Torfærur voru á leiðinni, Stokkalækur og Rangá full af íshroða, en þær höfðu ekki sett það fyrir sig. Þær voru mjög vænar og í eðli sínu mjög styggar, en nú komu þær fast að mér og þefuðu mig allan utan. Ég ætlaði að reka þær fram að húsinu, en það gekk ekki. Kom ég þeim þá aftur fyrir mig og hélt áfram. Gengu þær með og svo nærri, að þær tróðu niður af mér skóna. Gekk ég á sokka- leistunum þriðjung leiðarinnar. Ég gaf á jöturnar, þar sem kind- urnar voru fyrir, en þessar sinntu ekki heyinu til að byrja með 72 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.