Goðasteinn - 01.03.1964, Side 75
heldur eltu mig meðfram öllum jötunum. Þessum hætti héldu þær
í fjóra daga, en tóku svo upp sína fyrri styggð.
Ég ól heimakindur í húsi í fimm vikur eftir þetta. Voru þær
þá vænni en ég hafði nokkurn tíma vitað dæmi til um kindur að
vorlagi. Ég rak þær 24. maí suður í Krappa í Árgilsstaðalandi.
Var þar girðing, sem átti að varna því, að þær kæmust til baka.
Daginn eftir tók ég upp heimili mitt og flutti alfarinn frá Rauð-
nefsstöðum. Ég gaf áður töðu á jötur í 30 kinda húsi, ef ske
kynni, að strokuærnar, eða einhverjar aðrar, kæmu heim. Leið
svo á fjórðu viku, þar til ég kom aftur að Rauðnefsstöðum. Sá
ég þá tvær kindur skammt frá bænum. Það voru strokuærnar. En
nú komu þær ekki til mín, svo ég gekk til þeirra. Þær lágu en
stóðu upp, er ég nálgaðist, komu alveg að mér og þefuðu af mér,
eins og til að heilsa. Að því búnu lögðust þær aftur. Þær voru
mjög magrar, og heyið var búið af jötunum. Hagi var nær eng-
inn, eitt og eitt strá á stangli í brekkunum. Ég hefði lógað kind-
unum þarna, ef ég hefði ekki verið farinn með fjárbyssuna. Þær
höfðu borið heldur í seinna lagi. Tii hausts tórðu þær, ásamt
lömbunum, en þá var hvorttveggja aðeins bjór og bein.
Hálfbróðir minn var hjá mér framan af búskaparárum mínum.
Hann var skyggn og sá því margt, sem almenningur sá ekki. Við
kölluðum þetta þá ofsjónir hjá honum - af óvitaskap. Brynjólfur
í Bolholti, móðurfaðir okkar, var talinn skyggn. Sjálfur hef ég
fátt markvert séð. Hér verður sagt frá sýn, sem fyrir bróður minn
bar, einni af mörgum, sem skrásetja mætti. Hann keypti fjögra
vetra fola á uppboði, engan stólpagrip en mjög þægan og traustan.
Eitt sinn var hann á heimleið seinni part sunnudags og reið þess-
um hesti. Hann var kominn alllangt austur fyrir Reynifell, þar
sem komin var vagnbraut. Sá hann þá einhverja furðuveru, all-
stóra, koma á móti sér á brautinni. Vék hann hestinum suður úr
brautinni og veran - eða hvað sem það var - fór hratt fram hjá.
Skömmu seinna keypti ég þcnnan hest og notaði hann jafnt til
reiðar og fyrir vagn. Og einmitt á sögðum stað var alltaf farið
með vagnana. Ég átti hestinn a. m. k. í tíu ár, og það stóð alveg
á sama, hvort hann var fyrir þungavagni, maður sat á honum
Goðasteinn
73