Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 75

Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 75
heldur eltu mig meðfram öllum jötunum. Þessum hætti héldu þær í fjóra daga, en tóku svo upp sína fyrri styggð. Ég ól heimakindur í húsi í fimm vikur eftir þetta. Voru þær þá vænni en ég hafði nokkurn tíma vitað dæmi til um kindur að vorlagi. Ég rak þær 24. maí suður í Krappa í Árgilsstaðalandi. Var þar girðing, sem átti að varna því, að þær kæmust til baka. Daginn eftir tók ég upp heimili mitt og flutti alfarinn frá Rauð- nefsstöðum. Ég gaf áður töðu á jötur í 30 kinda húsi, ef ske kynni, að strokuærnar, eða einhverjar aðrar, kæmu heim. Leið svo á fjórðu viku, þar til ég kom aftur að Rauðnefsstöðum. Sá ég þá tvær kindur skammt frá bænum. Það voru strokuærnar. En nú komu þær ekki til mín, svo ég gekk til þeirra. Þær lágu en stóðu upp, er ég nálgaðist, komu alveg að mér og þefuðu af mér, eins og til að heilsa. Að því búnu lögðust þær aftur. Þær voru mjög magrar, og heyið var búið af jötunum. Hagi var nær eng- inn, eitt og eitt strá á stangli í brekkunum. Ég hefði lógað kind- unum þarna, ef ég hefði ekki verið farinn með fjárbyssuna. Þær höfðu borið heldur í seinna lagi. Tii hausts tórðu þær, ásamt lömbunum, en þá var hvorttveggja aðeins bjór og bein. Hálfbróðir minn var hjá mér framan af búskaparárum mínum. Hann var skyggn og sá því margt, sem almenningur sá ekki. Við kölluðum þetta þá ofsjónir hjá honum - af óvitaskap. Brynjólfur í Bolholti, móðurfaðir okkar, var talinn skyggn. Sjálfur hef ég fátt markvert séð. Hér verður sagt frá sýn, sem fyrir bróður minn bar, einni af mörgum, sem skrásetja mætti. Hann keypti fjögra vetra fola á uppboði, engan stólpagrip en mjög þægan og traustan. Eitt sinn var hann á heimleið seinni part sunnudags og reið þess- um hesti. Hann var kominn alllangt austur fyrir Reynifell, þar sem komin var vagnbraut. Sá hann þá einhverja furðuveru, all- stóra, koma á móti sér á brautinni. Vék hann hestinum suður úr brautinni og veran - eða hvað sem það var - fór hratt fram hjá. Skömmu seinna keypti ég þcnnan hest og notaði hann jafnt til reiðar og fyrir vagn. Og einmitt á sögðum stað var alltaf farið með vagnana. Ég átti hestinn a. m. k. í tíu ár, og það stóð alveg á sama, hvort hann var fyrir þungavagni, maður sat á honum Goðasteinn 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.