Goðasteinn - 01.03.1964, Qupperneq 89
hans var mikil ágætis kona og faðir hans fyrirmyndarbóndi um
snyrtimennsku og reglusemi alla og búskapur þeirra hjóna því til
fyrirmyndar, svo að sagt var í nágrenninu, „að þau gengju upp
með hverju barni,“ enda báru börnin, er upp komust, uppeldi sínu
gott vitni.
Næst varð mér starsýnt á kringjur Málfríðar, eða öllu heldur
Gunnarsnaut, því líklega hafa þær verið lengur í eigu þeirra Mold-
artungufeðga, Gunnars Gunnarssonar og Gunnars Sæmundssonar.
Gunnar eldri var Landeyingur, fæddur í Skúmsstaðasókn um 1799.“
Kona í Vestur-Skaftafellssýslu skrifar m. a.: „Því var nú verr,
að það féll niður með gamla Grallaranum, að allflestir tækju þátt
í kirkjusöngnum .Það er ágætt að hafa góðan kirkjukór, en hitt
ætti líka að vera sjálfsagt, að allir kirkjugestir tækju þátt í lof-
gjörð og þökk til guðs. Ég man eftir því, meðan ég fór til kirkju,
hvað ég þráði að taka undir með söngfólkinu, en þorði það ekki,
hélt það myndi spilla söngnum og ef til vill hneyksla náungann.
Ég heyrði stundum á tal manna eftir messu og þá kom fyrir, að
það gekk út á að gagnrýna sönginn og ræðu prestsins. Þetta held
ég, að hefði orðið öðruvísi, ef allir hefðu tekið þátt í messunni
eftir vilja og getu. Ég læt útrætt um þetta en þakka ykkur fyrir
Goðastein. I honum er margt skemmtilegt og fróðlegt að finna.“
Bjarni Bjarnason rakarameistari í Vestmannaeyjum sendir þessa
kveðju: „Kæra þökk fyrir Goðastein. Ég hef verið áskrifandi að
ritinu frá byrjun og er ánægður með það að öðru leyti en því,
að mér þykir það koma of sjaldan út. í síðasta hefti óskið þið
útgefendur eftir umsögn lesenda um stækkun, og er því til að
svara frá mér, að ég óskaði helzt, að þið sæjuð ykkur fært að
gefa það út mánaðarlega. Með kærri kveðju og beztu óskum.“
fúlíus Daníelsson bóndi og oddviti í Syðra-Garðshorni, Svarf-
aðardal, skrifar: „Beztu þakkir fyrir „Goðastein“. Þetta er mjög
hugþekkt tímarit, og það fylgja því góð áhrif. Það flytur mér hlýj-
an blæ frá því góða fólki sunnan jökla, þar sem ég dvaldist og
starfaði í þrjá vetur. Mun þetta ekki vera eina prentaða tíma-
ritið, sem er gefið út í sveit á íslandi? Heiður og þökk ykkur
Þórði fyrir framtak ykkar. Mér er sönn ánægja að gerast áskrif-
andi. Efnið er fjölbreytt innan síns ramma, og dráttlistarhæfileik-
Goðasteinn
87