Goðasteinn - 01.09.1969, Síða 6

Goðasteinn - 01.09.1969, Síða 6
bundin við eldhússtrompinn, og hásetar liöfðu glöggar gætur á því, hvort ekki væri farinn að hækka strompurinn hjá formann- inum, þegar þeim þótti leiðislegt. Undinn var að því bráður bugur að búa sig af stað, því Ægir gamli beið ekki alltaf lengi dauður. I það minnsta var það gamalt máltæki í Landeyjunum, að það vœri líkt að gey/na sér Eyjaleiði og geyma sér stúlku, sem einhvern piltinn langaði að eiga. Þegar í sandinn kom, var skipið sett í skyndi fram í flæði. Þar var allur farangurinn borinn upp í það og kvenfólk og krakkar og fólk, sem ekki vildi bleyta sig. Svo var beðið eftir lagi, og á því hafði formaður gætur. Kallaði hann lagið, þegar hann hélt, að ekki væri eftir betra að bíða. Var þá rösklega ýtt á flot og róið af kappi út fyrir brimgarðinn. Þar var hægt á ferðinni og Jesin sjóferðamannsbæn, sem öllum, er á sjó fóru, var skylt að kunna. Nú voru sctt upp segl, ef vindur var hagstæður. Eftir það var oft glatt á hjalla á skipinu, og við áttu orð skáldsins: „Söngljóð kveða sjómenn glaðir.“ Okkur var tekið mcð miklum kostum, þegar kom út til Eyja. Pabbi fór upp til landsins daginn eftir, því að sjórinn hafði haldizt dauður, og sjálfsagt var að nota sér það. Mamma sagði pabba að skilnaði, að hann skyldi ekki hugsa um að gera ferð eftir sér til Eyja, því það mundu verða ferðir, annaðhvort í Landeyjarnar eða undir Fjöllin og hún tryði ckki öðru en cinhver vildi flytja sig til landsins. Við vorum búnar að vera citthvað á aðra viku i Eyjum, þegar mömmu fannst hún vera búin að vera nógu lengi að skemmta sér og vildi fara að komast heim. Fór hún þá að spyrjast fyrir um landferðir, þegar kæmi leiði. Frétti hún, að nokkrir piltar, flestir Fljótshlíðingar, væru búnir að fá sér bát og ætluðu að taka fyrsta leiði. Fréttinni fylgdi, hver myndi ætla að verða formaður, og á fund hans fór mamma til að vita, hvort hann myndi vilja gera svo vel að taka okkur mæðgurnar með til landsins. Það var auðsótt mál, bara ef hún þyrði að hætta á það að vera með þeirn. Mömmu óx hættan ckki í augum, og þetta var þá ákveðið. Annað hljóð kvað þá við hjá vinkonum hennar, þegar hún sagði þeim af þessu fyrirhugaða ferðalagi. Vildu þær alveg koma í veg fyrir, 4 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.