Goðasteinn - 01.09.1969, Síða 9

Goðasteinn - 01.09.1969, Síða 9
um hálfa leið til lands. Þá fór skipið að leka svo mikið, að ekki veitti af, að einn hásetanna stæði alltaf í austri, og hélzt það alla leið til lands. Formaður var búinn að ákveða að lenda fyrir austan Tangann, sem svo er nefndur, því gamlir menn í Eyjum höfðu sagt honum, að sjór myndi dauðari þar en vestan megin við Tangann. Framburður Markarfljóts hefur myndað Tangann, og nokkru meira útgrynni er fram af honum en til beggja hliða. Þótti illt, ef einhver hitti á að lenda þar upp og kom sjaldan fyrir, því Landeyjaformenn vissu vel um staðhætti við ströndina. Formaður okkar var Fljótshlíðingur og hafði aldrei komið þarna að landi fyrr. Hann spurði bátverja, hvort einhver þeirra vissi miðin á Tangann. Einn þeirra, fæddur og uppalinn Landeyingur, hélt nú það, og honum var trúað. Hann hafði um mörg ár verið vinnumaður uppi í Fljótshlíð og var víst eitthvað farinn að ryðga í minninu, því þegar lent var, var komið beint upp á Tangann, en hvað með það, með guðs hjálp lentum við heilu og höldnu, og gott var að hafa að nýju fast land undir fótum. En setjum nú svo, að skipið hefði farizt í ferðinni. Ætli þá hefði staðið á því að segja sem svo, að feigð hefði kallað kon- urnar, sem svo ákveðið vildu komast með? Oft hefur mér dottið það í hug, þegar ég hef hugsað til þessa ferðalags og hvernig til þess var stofnað. Ég verð að lokum að segja ykkur, hver okkar ágæti formaður var, en það var enginn annar en Guðmundur Erlendsson hrepp- stjóri og sambýlismaður minn á Núpi í Fljótshlíð, þá á 23. aldurs- ári. Ég man, að ég þakkaði Guðmundi fyrir síðast, þegar ég var orðin sambýliskona hans á Núpi. Hann skildi þá ekki í, að ég gæti staðið í neinni þakkarskuld við sig. Ég tók þá til við að rifja upp fyrir honum þessa framangreindu sjóferð, sem hann var þá nærri búinn að gleyma. Honum varð þá að orði: „Varst þú litla stelpan, sem með okkur var í þeirri ferð?“ Honum datt víst ekki í hug þá stundina, að lítil planta getur stundum orðið að stórri eik. Höfundur flutti þessa sjóferðasögu á fundi í Kvenfélagi Fljótshlíðar fyrir um 20 árum. Goðasteinn 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.