Goðasteinn - 01.09.1969, Side 11

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 11
Hún kom þar að, scm ég var á lciðinni út, og áður en cg vissi af, var hún búin að taka hlemminn af pottinum, þar sem ég var með hann i höndunum, hafði stungið einum fingri í soðið og sleikt af honum. Brá hcnni svo, að það steinlcið yfir hana, þarna scm hún stóð við hliðina á mér. Nú, ég sctti þarna frá mér pottinn, flýtti mér að ná í kalt vatn og skvetti á hana og hafði það víst vcl útilátið. Hrcsstist hún þá brátt við, cn ég flýtti mér að hella niður óþverranum, áður cn hann yrði fleirum að tjóni. En þar sem ég hellti soðinu í hlað- varpann, spratt ekki grænt strá næstu þrjú árin. Ath.: Fyrirsögn mín (Þ. T.). Nafnið hvcrfihvalur þekktist áður í Skaftafells- sýslum um hval, sem varð að engu í potti. Sagan fengin hjá Pétri í ferða- lagi Lionsklúbbsins Suðra í Vík til Hafnar í Horrrafirði vorið 1969. Sjálísmorðsvísur Reykjarkjánar kvclja mig, þó kveður meira að hinu: þcir dunda við að drepa sig á djöfuls tóbakinu. Æskuþjóðin illa ræmd eykur hugraun mína, fórnar heilsu, fé og sæmd fyrir snöru sína. Síkarettu sjálfsmorðs lið safnar kvöl og tárum, drekkur reyk að djöfla sið, deyr á þrjátíu árum. Helgi Hannesson frá Sumarliðabie Goðasteinn 9

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.