Goðasteinn - 01.09.1969, Page 14

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 14
Bernsku- minning Frásögn Stefáns í Hlíð Þegar ég var að alast upp, var lítið um hænsni. Þau munu hafa verið fyrst hér í sveit á Papós, sem þá var cini verzlunarstaður- inn í sýslunni. Almennt munu menn ekki hafa séð slíka fugla, fyrr en þar. Hænsni vöktu eftirtekt manna vcgna þess, hvað þau voru gæf, ef ekki kom styggð að þeim - og haninn sem galaði svo mont- inn og merkilegur, þótti mönnum þá sérstaklega eftirtektarverður, - útlitið fallegt og galið skemmtileg tilbreytni, einkum er það bergmálaði við kletta eins og á Papós. Þegar menn komust að því, að hænsni gátu verpt eggjum mest allt árið, þá var ekki um það að villast að þar fékkst í búið fæðistegund, holl og fjörefnarík, sem kom sér vel fyrir börn og vanheilt fólk. Auk þess þótti bæjarprýði að hafa hænsni. Þetta leiddi til þess að stærri heimili eignuðust hænsni og þau smærri svo smátt og smátt, þar til það varð almennt. Ég mun hafa verið um 5 ára gamall, er móður minni voru 12 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.