Goðasteinn - 01.09.1969, Page 24

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 24
bólstað í Fljótshlíð. Voru það mín fyrstu kynni af þeirri sveit. Á Breiðabólstað var gott að vera. Húsbændur þar voru hin góð- kunnu hjón Eggert Pálsson, prófastur og alþingismaður, og kona hans Guðrún Hermannsdóttir. Vinnudagur var þar nokkuð lang- ur og var verið að frá því klukkan sjö á morgnana til tíu á kvöldin. Engar voru vélar komnar og notazt við handverkfæri eins og orf og hrífu. Þá var og allt hey bundið í bagga. Sumarið var óþurrkasamt og nýttust hey fremur illa. í byrjun október um haustið fór ég að búa mig til utanferðar og vildi ég fara til Danmcrkur til að kynnast íandbúnaði þar. Ekki hafði ég þá nein ákveðin áform um búfræðinám, en þetta kom eins og af sjálfu sér, þcgar fram leið og kynni jukust á viðfangs- cfnunum. Danmerkurför og húfræðinám Eftir að hafa fengið loforð um vinnu og vist á dönskum herra- garði, beið ég ckki boðanna að kaupa mér farmiða mcð Botníu, sem átti að fara um miðjan október til Kaupmannahafnar með viðkomu í Leith. Nú var kafbátahernaður Þjóðverja vissulega hættulcgur farþegaskipum, en þó svo væri, gat það ekki aftrað mér frá að fara, og taldi ég mér ekki vandara en öðrum, sem ætluðu með þessu skipi. Faðir minn og stjúpa voru heldur á móti þessu áformi mínu, en það kom fyrir ekki, og vildi ég ráða þessu sjálfur. Daginn, scm ég fór, var glaða sólskin og gott veður. Pabbi fylgdi mér á skipsfjöl, og þar kvaddi ég hann í síðasta sinn. Ferðin til Hafnar gekk að óskum og vorum við aðeins fimm sólarhringa á leiðinni þangað. Ég dvaldi tvo daga í Höfn á Regensen hjá íslenzkum stúdentum, sem ég þekkti að heiman. Herragarðurinn, sem. ég var vistaður á, var á suðaustanverðu Sjá- landi um fimm km. frá Karise. Á þessu býli var mikill og marg- brotinn rekstur og fjölþætt framleiðsla. Þar var stórt kúa- og svínabú, kornrækt og grasfrærækt og mikil ræktun fóðurrófna. Haustverkin voru mjög við plægingu og raðhreinsun fræakra. Oll jörð, sem til sáningar var ætluð komandi vor, var haustplægð. Þá 22 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.