Goðasteinn - 01.09.1969, Page 30

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 30
minn, sem var ungur og hálfgerður einstæðingur, þar sem móðir hans var heilsutæp og lítt vinnufær. Vorið 1921 réðst ég til Búnaðarsambands Suðurlands sem plæg- ingamaður. Formaður Sambandsins var þá minn gamli og góði húsbóndi, Guðmundur Þorbjarnarson á Stóra-Hofi. Verkfæra- kostur til jarðyrkjunnar var fremur ófullkominn, en lagaðist nokk- uð, eftir að ég náði í nýjan plóg. Vann ég mest í Árnessýslu, á Skeiðum, í Ytri- og Eystrihreppum og í Biskupstungum. Féll mér vel þessi starfi og var hvarvetna vel tekið. Fjóra dráttarhesta hafði ég allan tímann. Jarðabótavinnan hófst laust fyrir miðjan júní og lauk síðast í september. Alls hafði ég þá unnið á 14 bæjum. Víðast voru flögin plægð og herfuð, svo að þetta var sein- legt verk. Afköstin voru því ekki mikil, enda fór allmikil! tími í ferðir milli bæja. Framhald í næsta hefti. Vökunótt Leitað hef ég að lífsins hamingjusjóði leitað að fegurð og yl í vel gerðu Ijóði. Vakað hef eg um nætur og verið einn. Var ekki einhver sem sagði: Ungi sveinn, hví ert þú alltaf einn? Andrés frá Hólntum 28 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.