Goðasteinn - 01.09.1969, Page 47

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 47
Þórður Tómasson: Sawbúðin við landið Hverri þjóð er mikill vandi á höndum í öllu því, sem iýtur að sambúð hennar við land það, er hún byggir. Dag hvern er að því unnið að breyta svip landsins, að þörfu og óþörfu, oft án þess að hugur sé leiddur að þeirri áþyrgð, sem fylgir því að hafa tekið land að erfðum og eiga að skila því í hendur komandi kynslóðum. Á síðari árum er oft rætt og ritað um náttúruvernd, cn eigi minni ástæða er til að fjölyrða um söguvernd. Saga Islands hefur helgað sér marga staði. Við ökum og ferð- umst um byggðir til að sjá sögustaði, bæi eða staði, þar sem frægir mcnn hafa búið eða örlagaatburðir gerzt. Rangæingar telja sér það stundum til fremdarauka að búa í sögufrægu héraði, byggð Gunnars og Héðins og Njáls, héraði Odda, Keldna, Breiða- bólsstaðar, Hlíðarenda, Bergþórshvols, Vorsabæjar, svo að dæmi séu nefnd. Þetta ber hæst - en „hver einn bær á sína sögu, sigur- Ijóð og raunabögu." Allir staðir, þar sem menn hafa háð lífsins hörðu glímu, cru helgaðir af henni og því sögustaðir og sögu- heimildir. Islenzka þjóðin hafði lengi ást á sögu, en spurning er, hvort hún hefur að sama skapi haft ást á söguminjum, utan þeim, sem hægt var að stytta sér með stund á skammdegiskvöldi í skála eða baðstofu og spurning er hvort sá þáttur er ekki einnig að slitna. Fátækt okkar að söguminjum ræður auðvitað nokkru hér um. Af bókum og jarðfundnum munum lærum við, að menn hafi búið í þessu landi um nær 1100 ár. Svo löng saga hefur skilið Goðasteinn 45

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.