Goðasteinn - 01.09.1969, Page 49

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 49
mold, scm mæðrum og feðrum var vígð, úr vegi, á haf út cf ckki vill betur. Tómlæti okkar blasir víða við augum. Hinir fornu þingstaðir Rangárþings eru t.d. í vanrækt eða eyðingu, og hvað um hellana manngerðu eða sjálfgerðu, sem víða cru einhver elztu mcrki manna- vistar, sem völ er á? Legsteinar 17. og 18. aldar í kirkjugörðum eru víða í fullkomnu hirðuleysi. Og hvað með kirkjugarðana sjálfa? Dæmi eru þess, að þar sé ckki borinn ljár í gras sumarlangt, og aðrir eru „klauftroðnar kúabeitir.” Og þetta sofandi sinnuleysi cr ekki cinkenni okkar, sem byggjum Rangárþing, hcldur allra íslandsbyggða. Manni birtir fyrir augum við að sjá staði, þar sem virðing og hirðusemi hcilsa gesti. Eg kom í kirkjugarðinn í Skarði í Landsveit í fyrrasumar og þar fór alit jafnvel saman, form mannvirkja, gróður og umhirða. Góðveðursdag sumarið 1968 ferðaðist ég um Uppholtin í Rang- árvallasýslu með hinum fróða þul, Helga Hannessyni frá Sumar- liðabæ og skoðaði fornar rústir. Við sáum Stóru-Pulu eða Gömiu- Pulu. Ókunnur vegfarandi sér þar aðeins stórþýfðan móa, cn að- gætið auga sér þar sambyggða rúst skála, stofu, skcmmu og húsa- garðs. Skammt burtu eru rústir fjóss, hlöðu og gjafahrings eða hestaréttar. Lengra frá eru rústir túngarða og akurgerða. Jarðýta gæti afmáð þessar minjar fornrar sögu og fornra atvinnuhátta á nokkrum mínútum, minjar, sem eru ekki minna virði cn skinn- handritin fornu úti í Kaupmannahöfn. Svipað var að sjá á Vakur- stöðum, sem fóru í eyði um 1500, og þar gæti líka sama sagan gerzt í ræktunarbyltingu nútímans. Við Helgi reikuðum einnig um garða og hlöð í Akbrautarholti hinu forna, þar sem skinin manna- bein lágu í blásnum reit og fallnir, veðraðir stuðlabergsdrangar lágu hlið við hlið og sögðu frá kirkjugarðshleðslu, sem hvergi hefur átt sinn líka á íslandi. A þ essum stöðum fá steinn og mold mál og segja sögu um líf og örlög forfeðra og formæðra. Þetta eru staðir, sem okkur ber að halda í heiðri, vegna sjálfra okkar og framtíðarinnar. Þetta eru þeir staðir, scm eiga þátt í að gefa okkur rétt til þess að eiga þetta land í blíðu og stríðu og kallast íslendingar. Minjar fortíðar á nútímabýli heilsa óvíða gestum. Fiskasteinn Goðasteinn 47

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.