Goðasteinn - 01.09.1969, Page 50

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 50
og hestastjaki, sem kunna að vera ofan moldar í bæjarhlaði, er citt af joví, sem gleður gestsauga og tengir fortíð og nútíð, og varinhella, sem enn kann að blasa við í gamalli bæjarstétt, er beinlínis helgistaður. Þar sér maður fyrir sér máðan flöt eftir fætur horfinna kynslóða, sem létu jiað vcra fyrsta vcrk sitt, er gengið var út úr bænum að morgni að horfa móti sólu og signa sig og fela sig varðveizlu þess guðs, sem skapað hefur alla heima. Við förum oft fögrum orðum um tign og fegurð lan.dsins og reynum að sjá það með eigin augum. Það er gott og blessað, cn mikill vafi leikur á, hvort við lifum í eins nánu sambandi við landið og gamla fólkið, sem vissi af lífi í hverjum hól og hverj- um steini að kalla. Steinninn, sem ckki mátti hræra, bletturinn, sem ekki mátti slá, voru hluti af erfðamenningu okkar, sem nú er að falla í valinn. Nábúarnir í hólnum cða steininum áttu að hafa híbýli sín í friði og geta nytjað sitt land. Bóndann munaði ekkert um þetta, bjó jafnvel betra búi fyrir að vera huldum nábúum sínum vel, og í þessum samskiptum þróaðist sú auðuga, margbreytta veröld, sem við okkur blasir í íslenzkum þjóðsögum. Er ekki sem landið sé snauðara eftir, þegar álfhóllinn er bara moldar- eða grjótdyngja og ekkert líl cr í land- inu nema það, scm séð verður mcð venjulegum, skammsýnum mannaaugum? Ég hef gert hér ski lmilli þeirrar sögu, sem var á bók fest, og söguminja. Fornsagan var til skamms tíma hluti af lífi okkar. Ég man þá tíð heima í baðstofunni í Vallnatúni, að sögurnar gömlu voru lesnar á hvcrri vctrarvöku, Islcndingasögur, Fornaldarsögur Norðurlanda og riddarasögur. Og gamla fólkið undi við söguna án efasemda. Kannskc kom það ekki málinu við, hvort allt var satt og rétt, aðalatriðið var að lifa sig inn í atburði og líf sög- unnar. Öðru hverju var gert hlé á lestrinum og þá hófust rökræð- ur um fólkið, sem frá var sagt, einn átti samúð, annar andúð, og þessar umræður eldra fólksins voru æskunni skóli, sem hún bjó að alla ævi. Gamlar sögur gengu bæ frá bæ í lánum og lásust upp mcð tíð og tíma. Allt til síðustu aldamóta sátu menn við að afrita 48 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.