Goðasteinn - 01.09.1969, Side 55

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 55
Einar Sigurfinnsson: Ingimundur hreppstjóri Einn þeirra manna, sem mér hafa orðið minnisstæðir frá bernsku og unglingsárum, er Ingimundur Eiríksson bóndi og hreppstjóri á Rofabæ í Meðallandi. Skammt var milli bæja í Meðallandi og náinn kunningsskapur milli granna. Ærinn var aldursmunur okkar Ingimundar, því kominn var hann á sjötugsaldur, þegar ég kunni mann að þekkja - og raunar mun ég aidrei hafa þekkt Ingimund til fulls, því dáinn var hann áður en ég náði tvítugsaldri (d. 1903). Ingimundur var með hæstu mönnum, bcinvaxinn, útlimastór, all- stórskorinn í andliti og svipmikill, enni hátt og hvelft. Hæggengur var hann en skrefadrjúgur, talaði hægt, og var sem hvert orð væri metið og vegið, áður en því var sleppt af vörum. Alisterkur var hann talinn og handtakagóður. Slyngur vatnamaður, kunni vel að velja vöð á straumvötnum og ódeigur að vaða, þótt djúpt væri. Lagtækur var hann, og flest verk fóru honum vel úr hendi. Rit- hönd hans var falleg og læsileg og stíll í bezta lagi. Fjöðurstafur- inn lék í hendi hans, þótt fingur væru krepptir. Orð fór af, að skýrslur frá honum og skjöl væru sérlega vel úr garði gerð. Hann var að mörgu leyti málsvari sveitar sinnar og trúnaðarmaður i margskonar störfum. Hann varð hreppstjóri 1861, rúmlega þrítugur að aldri, og var það til dauðadags, sýslunefndarmaður með mörgu fleiru. Blóð- tökumaður var hann, skar einatt í ígerðir og graftarmein og bjó Godasteinn 53

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.