Goðasteinn - 01.09.1969, Side 58

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 58
Sigríður Ásmundsdóttir frá Lyngum: Árstíðirnar VOR Vor í lofti, grundin grær, glitrar rós á bala, fuglar syngja fjær og nær, fénu bændur smala. SUMAR Sólin öllu sendir yl, sumar langur dagur. Fjöllin brosa, bakkar, gil, batnar ýta hagur. HAUST Þótt blikni á hausti blóm á fold, um birtu og yl má dreyma, því okkar frjóa móðurmold mcgnar fræin geyma. VETUR Nú er kuldi, norðanátt, nöpur vetrartíðin. Emjar hafið, úfið, grátt, útsýn byrgir hríðin. Staka Þá mig síðast báran bcr frá brautum jarðardala, bústað vildi byggja mér þar blóm og lækir hjala. 56 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.