Goðasteinn - 01.09.1969, Page 60

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 60
Einar Binarsson frá Berjanesi: Sagnir Landeyings Kotamenn Jónas Það mun ckki taka fyrir mig að grípa penna til að minnast á Kotamenn í Landeyjum, því svo hefur Jón Tómasson í Hvítanesi gert þeim góð skil í Sagnagesti Þórðar Tómassonar í Skógum. Jónas hét maður, Jónsson, sonur Önnu konu Snorra í Skipa- gerði, frá fyrra hjónabandi hennar. Hann var á heimili móður sinnar og stjúpa, þar til hann gekk í samvinnu við konu þá, er Hallfríður hét. Hún bjó með móður sinni, sem Þórdís hét, í litlu koti, sem var á milli Skipagerðis og Yztakots og hét Skákin. Ekki rugluðu þau saman reytum sínum, eins og kallað var, þcgar fólk fór að búa saman og stofnaði til hjónabands, heldur átti hvort sínar eigur. Hallfríður matreiddi fyrir bæði, en Jónas annaðist utanbæjar- störf fyrir bæði, eftir því sem þurfti. Ekki er þess getið, að samkomulag þeirra hafi verið neitt vont. En einu sinni slátraði Jónas kind frá sér og hirti innmatinn úr 58 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.