Goðasteinn - 01.09.1969, Side 74

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 74
verðið. sagði hann: „Ég vil ekki sjá þetta, þetta cru ekki pcn- ingar.“ Þá sagði afgreiðslumaðurinn: „Þctta cr peningamaður,“ og lét hann hafa gullpeninga. Þetta er sögn Páls í Ey. Steinunn Ögmundsdóttir frá Auraseli var um margra ára skeið bústýra hjá Snorra, eftir að hann varð ekkjumaður, og stundaði störf sín svo vel, að það var eins og það væri hennar eigið góss, scm hún hnfði undir höndum. Snorri var heiðursmaður, óásælinn og átti ekki í útistöðum við ncinn. Hann dó nær hálf tíræður. Jóhann Jóhann hct maður, Jónsson. Hann var fæddur á Strandarhöfði. Faðir hans dó frá fjölskyldu sinni, þegar börn hans voru í ómegð, cn með því, að heimilið var efnalítið og cnginn varð til þess að gerast fyrirvinna, var heimilið leyst upp og börnunum komið fyrir til og frá. Jóhann var greindur, hafði góða frásagnargáfu og var orð- hcppinn vcl. Honum hætti oft til að tvítaka orð, þegar hann talaði, og hcfur það máske stafað af því, að hann hafi liermt svo mikið cftir Jónasi í Skákinni, þegar hann var unglingur, og orðið svo að ávana hjá honum. Jóhann sagði mér þcssa sögu af því, er hann rcri mcð Daða for- manni á Hvalnesi. Hann var mikill aflamaður og djarfur sjó- sóknari. Einhvern tíma, er þeir voru á sjó í logni og allgóðum fiskidrætti, gættu þeir ekki að neinu, nema að draga fiskinn, þar til allt í cinu, að þeir fóru að líta í kringum sig. Þá eru allir aðrir bátar rónir til lands. í það eina sinn sáust litbrigði á Daða, en hann stokkroðnaði. Þeir tóku róður til lands, en þegar að sundinu kom, var það alveg ófært vegna brims. Svo vildi til, að maður einn í landi, scm Sigurður hét, var við trésmíði inni í húsi. Honum varð litið út og sá bátinn við ófært sundið. Hann opnaði kirkjuna. Þá lagði sundið sig svo niður, að það voru alveg eins og traðir inn í vör en himinháir brimskaflar beggja megin við það. Þeim lentist vel, ekkert varð að skipi eða mönnum, en þetta var eina lagið, sem kom þann daginn, eða eftir að þcir lentu. 72 Godasteum

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.