Goðasteinn - 01.09.1969, Side 77

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 77
sín í Vesturheimi. Nokkrar sagnanna birti hún síðar í ritum sínum Dvöl og Draupni. Hún skráði, sennilega af ásettu ráði, fá- einar sögur, sem voru áður skráðar í dálítið annarri gerð en hún hefur (sjá t. d.: Um Odd prcst í Miklabæ, 92.-94. bls.). Þetta er fræðimönnum stundum cnn meira virði en nýjar sögur. Nokkrar af þjóðsögum Torfhildar eru frá Skálholti, er þar var cnn bisk- upssetur. Torfhildur var skyld síðustu biskupunum þar, Finnung- um. Safnið cr fjölbreytt. Sögurnar eru 215 alls á 216 blaðsíðum. Af því má ráða, að sögurnar eru ekki langar. Sögumenn og sögu- konur Torfhildar eru íslendingar, nýfluttir búferlum vestur. Sög- urnar hefðu ekki orðið íslenzkari, þótt þær hefðu verið skráðar austan hafs, svo snar þáttur voru þær í menningu innflytjend- anna. Sögurnar bera þess ckki heldur merki, að Vestur-íslcndingar hafi þá verið tvítyngdir. í 17 blaðsíðna inngangi ritar Finnur Sig- mundsson ýtarlega og vel um Torfhildi Hólm og verk hennar. Eigi að síður eru þar smávillur. Á VII. bls. er afanafni Torfhildar snúið við; afi hennar hét ekki Högni Einarsson, heldur Einar Högnason. Á sömu bls. stcndur einnig, að amma Torfhildar hafi verið Ragnheiður Sigurðardóttir úr Öræfum. En hún hct Ragn- hildur Sigurðardóttir, prests í Rcynisþingum, og átti hvorki ætt né æsku í Öræfum. Ekki er heldur lciðrétt nema að litlu lcyti það, sem Torfhildi misminnir vcstra. Dæmi: Kirkjustaðurinn Árbær og elfurin Þverá (156. bls.) eru ekki á Skeiðum í Árnessýslu. En Torfhildur mun ciga við kirkjustaðinn Árbæ í Holtum, og áin er Ytri-Rangá. í nafnaskrá við þjóðsögurnar er Selkot (131. bls.) talið vcra bær nálægt Skálholti. En þetta cr Selkot undir Austur-Eyjafjöllum, og cr a.m.k. drjúg bæjarleið þaðan til Skálholts. Stefán í Sclkoti er Stefán Ólafsson stúdent þar, er mun hafa komið í Skálholt í æsku og séð öxina, sem minnzt er á í þjóðsögunni. Bærinn Miirg á Síðu (187. bls.) cr hvergi í nafnaskrá, hvorki leiðréttur né óleið- réttur, en þar mun átt við bæinn Mörk. Holtar (43. bls.) eru i nafnaskrá sagðir vera Holt undir Eyjafjöllum, cn cinsætt cr, að bær þessi cr í Mýrahreppi i Austur-Skaftafellssýslu. Aðeins eirt býli í Suðursveit hét Hellar (sjá 57. 146. bls.) - hjáleiga frá Kálfa- Goðaste'mn 75

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.