Goðasteinn - 01.09.1969, Side 79

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 79
Ágiíst H. Bjarnason: Stúfa eða púkabit „Ems og maður þekkir konuna af úditinu, þekkir maður lækninga- meðölin. Eins cg guð hefur búið til alla sjúkdóma, hefur hann cinnig búið til lyf gegn þeim. Þau er að finna hvarvetna í ríki náttúrunnar, því að allur heimurinn er citt apótek, og guð er æðstur allra apótekara.“ Sá maður, er þannig skrifaði, var svissneskur læknir, sem kallaði sig Paraceisus. Rétta nafn hans var Philippus Aureolus Thco- phrastus Bombastus von Hohenhcim, og lifði hann á árunum 1490 til 1541. Hann var vel þekktur læknir, ferðaðist víða um heim, og sjálfur segir hann frá því, að hann hafi verið í Stokk- hólmi og Danmörku. Um skeið var hann fyrirlesari við þýzkan háskóla cn var látinn fara þaðan, vegna þess að skoðanir hans á lækningaaðferðum stönguðust mjög á við hugmyndir annarra lækna. Auk margra plöntutegunda notaði hann mörg efni önnur við lækningar sínar og má þar nefna brennistein, járn, blý, kvika- silfur og arsenik. Sem áður er sagt kallaði hann sig Paracelsus, scm þýðir: „jafn góður og Celsus,“ en Celsus var mjög kunnur hómópati á dögum Krists. Þrátt fyrir að samstarfsmenn Paracelsusar viðurkenndu ekki hugmyndir hans um lækningaplöntur, gætti áhrifa hans mörg hundruð ár eftir hans dag. í stuttu máli var skoðun hans sú, að eftir útliti plantna mætti ráða lækningamátt þeirra. Við hjarta- sjúkdómum skyldu menn nota hjartalaga blöð, og hefðu menn hlotið sár af örvaroddum eða spjótum, voru örlaga og spjótlaga blöð bezta lækningin. Paracelsus var ekki upphafsmaður þessara hugmynda. En hann Goðaste'mn 77

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.