Goðasteinn - 01.09.1969, Side 84

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 84
sveit. Út frá þeim kynnum gerðist Jón góður liðsmaður þjóð- háttaskráningar Þjóðminjasafns Islands varðandi gamla atvinnu- hætti. Mun framlag hans á því sviði verða mikils metið, er farið verður að kanna það heimildasafn. Hér að auki skrifaði Jón merkar ritgerðir að eigin frumkvæði um margt það, sem hann geymdi í minni frá liðinni tíð. Er sumt af því prentað, annað ó- prentað og ber hinum háaldraða höfundi gott vitni um stálminni, varfærni og góða dómgreind. Hér á þó við það, sem sagt var um annan fræðimann: Meira þó í huga hans hvarf með honum dánum. Vandi cr að gera upp á milli þess, sem Jón skrifaði, en einna merkast mun þó ritgerð hans um Veiðivötn, yljuð af ást veiði- mannsins og fjallamannsins á öræfavötnunum, sem hann átti fleiri ferðir til en nokkur maður, sem nú er ofan moldar. Ég þekkti bóndann á Botnum einnig á heimili hans. Þangað átti ég komur og þó allt of fáar í þeirri lífsins önn, sem heldur í tauma og varnar manni þess, oft að óþörfu, að rækja það, sem bezt cr í lífinu: vináttu góðra manna. Nú, þegar Jón er horfinn af þessum hcimi, sé ég, að það, sem iaðaði mig bezt að Lækjar- botnum, var ekki gömlu, vel hlöðnu útihúsin þar eða það, sem þar kynni að geymast af gömlum munum, jafnvel ekki fróðleik- ur húsbóndans, heldur fyrst og fremst hin fölskvalausa vinscmd, þessi menning hjartans, sem fagnaði manni, einlæg, blátt áfram, í þéttu handtaki, hlýju brosi, vel kveðnum orðum. Þetta er sú sveitamenning, sem ég set ofar allri annarri menningu, þótt einnig sé góð og nauðsynleg. Kristin trú og kristin kirkja áttu trúan þjón, þar sem Jón var. 1 Skarðskirkju lofaði hann guö sinn áratug eftir áratug í sálmum og lofsöngvum.. Hann sagði mér, að mestu sælustundir sínar í líf- inu hefði hann átt við að hlusta á fagran söng og aðrar ljúfustu minningarnar væru frá söngæfingunum í Skarðskirkju með kirkju- kórnum. og Kjartani Jóhannessyni organista frá Stóra-Núpi. Nokk- t'ð var Jón kominn á níunda tuginn, er hann söng fyrir mig á segulband gamla iagið við versið: „Gefðu, að móðurmálið mitt,“ 82 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.