Goðasteinn - 01.09.1969, Page 85

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 85
sem er ólíkt þekkilegra en það, scm sungið er við það nú um sinn. Að ævilokum minntist Jón við mig liðinnar ævi og lét þá svo ummælt, að sér fyndist lífið hafa verið sér gjöfult og sólardagar miklu flciri en skuggadagar. Eina mestu gæfu ævinnar taldi hann þá að hafa aldrei kvnnzt nema góðu fólki, heima í sveit sinni og hvar scm leiðir lágu. Jón á Lækjarbctnum var mannblendinn og glaðvær að upplagi, hlýr og huggóður og gat jafnt glaðzt með ungum og gömlum. Á gestrisni hans hef ég áður drepið. Mæt kona, sem enn er á lífi, kvað eitt sinn svo að orði: „Það grær ekki gatan hcim að Lækjar- botnum, meðan þeirra hjóna nýtur við, Stcinunnar og Jóns.“ Sú gata mun ekki gróa, þótt Jóns missi við, því börn hans, Brynjólf- ur og Þórunn, hafa tekið dyggð hans í arf, en mikill sjónarsviptir cr eigi að síður að hinum aldna þul, og Landsveit er drjúgum fátækari eftir. „Hvíld er þreyttum þægust.“ Lífsgleði Jóns þvarr með þverr- andi kröftum og meir kvaðst hann sakna lífsgleði sinnar en lífs- löngunar. Nú bíður hann ekki á hlaði eða í varpa til að fagna vin- um sínum og leiða þá til bæjar, en hans hafa „beðið vinir í varpa.“ Börn Jóns frá fyrra hjónabandi eru: Ásta, átti Guðmund Kon- ráðsson verkamann í Rcykjavík. Sigþrúður, átti Ólaf Magnússon skipstjóra í Hafnarfirði. Jón starfsmaður í Gunnarsholti. Börn Jóns frá seinna hjónabandi voru: Árni Kollin bifreiða- stjóri, átti Jóhönnu Kjartansdóttur. Loftur Jóhann járnsmiður í Reykjavík. Malthías bifreiðastjóri í Reykjavík, átti Ingu Isaks- dóttm. Geirmundur bifreiðastjóri í Reykjavík. Brynjólfur og Þór- unn, búsett heima á Lækjarbotnum. „Vant er að lofa menn í hendur Kristi,“ segir í fornu, íslenzku riti, og gefi guð vini mínum „raun lofi betri," Goðasteinn 83

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.