Goðasteinn - 01.09.1969, Side 86

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 86
Þórður Tómasson: Skyggnzt um bekki í byggðasafni XVI Ólafssteinn frá Ásólfsskála Jón Sigurðsson forseti vakti mig fyrst til vitundar um Ólafsstein. I útgáfu hans á íslenzku fornbréfasafni, I, bls. 710, segir svo í neðanmálsgrein: „Það sem hér eru kallaðir Ólafssteinar, eru ein- kennilega myndaðir steinar, sem fylgdu líkneski Ólafs konungs helga og voru dregnir upp á myndum hans. Þeir eru þrír, ef þeir eru allir, og eru myndaðir kringlóttir, - einsog bollar með rnjög þykkum börmum og kringlótt laut eða kúpa innaní. Neðsti steinn- inn cr stærstur, og er ætlazt til, að þegar miðsteinninn er lát- inn ofaná hann, þá falli botninn á honum ofaní kúpuna á neðsta steininum. Þessi miðsteinninn er nokkru minni en öldungis eins í laginu og hinn ncðsti og með viðlíka kúpu að ofan. Þar ofaní á að falla þriðji steinninn, og er hann minnstur og cfstur, og þó kúpa í honum að ofan, einsog hinum. Steinar þessir eru líklega víða til enn á Islandi, ef þeim væri gaumur gefinn, því að þeir hafa líklega verið allsstaðar, þar sem kirkja var helguð Ólafi konungi. Þeir hafa verið klappaðir úr hraungrjóti. Sumsstaðar er einn af þeim eftir, og svo var á Þing- völlum fyrir skemmstu (í júní 1873), að á kirkjugarðsveggnum stóð Olafssteinn, sem leit út fyrir að hafa verið hinn neðsti af þrem- ur, og var það munnmæli, að þetta væri hlautbolli og væri úr heiðni. I elztu útgáfu Jónsbókar, 1578, er tréskorin rnynd aftan á titil- blaðinu og hefir neðst í horninu ártal 1539. Þetta á að vera rnynd Ólafs konungs hclga og má sjá þar, hvernig hann heldur upp 84 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.