Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 8

Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 8
loftköstum ofan tún, yfir girðinguna og í Lónið og sáust svo ekki meir. Mikið hlakkaði ég til jólanna. Á Þorláksmessu var hangikjötið brytjað til jólanna. Ég passaði mig að vera þar nálægur og fékk þá væna sneið af hráu hangikjöti. Það var vel reykt, rautt í sárið og bragðaðist vel. Það var eldað á Þorláksmessu. Vel man ég, hvað skammtað var á aðfangadagskvöld, það voru súr svið, ostur, brauð og smjör og rúsínugrautur, aldrei kjöt, fyrr en á jóladag. Alltaf voru bökuð pottbrauð fyrir jólin. Höfð var góð glóð í hlóðunum og járnplata ofan á. Brauðið var látið ofan á plötuna og potti hvolft yfir. Vel var þess gætt að hafa glóð- ina ekki meiri en svo, að brauðin bökuðust með sem minnstri skorpu. Eftir matinn á aðfangadagskvöld var lesinn húslestur og sunginn jólasálmur, síðan drukkið kaffi. Þá voru ekki til margar tegundir af kaffibrauði, aðeins kieinur, pönnukökur og jólabrauð. Spil voru ekki snert um kvöldið. Ljós var látið loga á jólanótt og nýársnótt. Mér fannst vera helgiblær yfir öllu á þessari miklu skammdegishátíð. Aldrei var brauð með kaffi nema á hátíðum og tyllidögum. Matur var þrisvar á dag og alltaf morgunkaffi og hádegiskaffi. í skammdeginu var borðað tvisvar á dag. Þá borðaði hver af sínum diski og með vasahnífi, að gömlum og góðum sið. Til voru hnífapör, sem notuð voru, þegar heldri menn gistu. Þetta breyttist 1912, þá var farið að borða tvisvar á dag, og kunni ég ekki vel við þá breytingu. Þetta átti að verða ódýrara en varð dýrara. Mikið vandaverk var að fela eldinn en tókst þó oftast vel. Aska var látin ofan á góða glóð og hella ofan á. Öllu sauðataði var brennt. Fór oft mikil vinna í það á vorin að hirða um það ef illa gekk með þurrk. Nú er sú vinna lögð niður. Ekki þarf heldur að leggja vinnu í það á heimilinu að þvo og þurrka ullina og gera það svo vel, að hún sé söluhæf. Hugstæð er mér ein koma mín heim úr kaupstað úr ullarferðinni. Þá hafði ég keypt mér einfalda harmóniku fyrir 10 krónur. Ég kom heim kl. 3 að nóttu, tók ofan af hestunum, fór með þá í haga og síðan lagði ég lcið mína upp í smiðju að revna hijóðin í harmónikunni. Engu náði ég þá laginu og fór svo að sofa ánægður yfir því að hafa eignast 6 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.