Goðasteinn - 01.06.1975, Page 77

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 77
var snemma fróðleiksfús og vildi vita, hverju þetta sætti, en svarið lá ekki á lausu. Síðar komst Kolbeinn að raun um, að á bak við þennan sið lá sú trú, að ckkert óhreint kæmist að þeim manni í myrkri, sem gengi við staf með koparhring, sem glamraði í á göngunni. Fróðleikur Kolbeins minnti mig á frásögn Landnámu um iand- námsmanninn margvísa Loðmund á Sólheimum í Mýrdal. Þræll hans flumósa færði honum þá fregn, að sjór félli að þeim norðan um landið. Blindur öldungurinn staulaðist niður að vatnsflaumn- um og studdist við þræl sinn og staf. Þar sagði hann við þrælinn: ,,og stikk stafsbroddi mínum í vatnið." „Hringur var í stafnum, og hélt Loðmundur tveim höndum um stafinn en beit í hringinn. Þá tóku vötnin að falla vestur aftur fyrir Skóga.“ Hér fer það varla milli mála, að hringurinn á sérstöku hlutverki að gegna, tengdu töfrum Loðmundar. En færum okkur ofar eftir stönginni. Þar, efst uppi, mætum við því, sem sker úr um það, hvort hún er fjallastöng eða vatna- stöng. Fjallastöng gamla tímans var alltaf með renndum eða tálg- uðum húna ofan á enda. Nagli og hólkur tcngdu saman húna og staf. Húnar á fjallastöngum voru yfirleitt úr tré, en húnar á göngu- stöfum voru úr ýmsum efnum gerðir, málmi, tré, horni eða beini. Vatnastöng var með einum eða tveimur járnkrókum ofan á enda. Krókbroddurinn eða tanginn gekk ofan í skaftið og málm- hólkur var þar á endanum. Faðir minn, Tómas Þórðarson (f. 1886) man eftir vatnastöng í Steinum undir Eyjafjöllum. Annars vegar á henni að ofan var járnið krókbogið en hins vegar gekk það beint út. Krókjárn á vatnastöngum voru jafnan eintrjáningur. Notin að krókum vatnastangar voru þau, að krækja mátti upp með þeim hvað eina, sem féll í vatn af hesti eða báti, og herma svo sagnir, að beir hafi átt þátt í að bjarga mannslífum. Elstu heimild um vatnastöng hef ég séð bókfesta frá aldamót- unum 1800 í dánarbúsuppskrift Árna Egilssonar í Dufþaksholti í Hvolhreppi, en nægar heimildir hef ég annars um þessa þörfu gripi í Skógasafni. Fyrst heyrði ég vatnastangar getið, er þjóð- haginn Guðn.i Hjálmarsson bóndi í Lambhúshóli undir Eyjafjöll- um brá búi vorið 1946. í smíðahúsi hans sá ég sívalan trjábút Godasteinn 75

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.