Goðasteinn - 01.06.1975, Side 97

Goðasteinn - 01.06.1975, Side 97
öðrum Meðallendingum til Eyrarbakka í lestaferð með ullina. Þar sem nú vár ákveðið brúðkaup þeirra Jóns og Vilborgar að áliðnu sumri, þá var svo ráð fyrir gjört, að hann keypti í ferðinni veislu- föngin, er eigi urðu heimafengin og valla heimatök að nálgast síðar. Þegar Jón kom heim úr sinni hálfsmánaðarferð, þá var hann fárveikur. Hafði hann tekið bólusótt, er þá gekk um Suðurland. Vilborg var þá enn að mestu vistföst á Staðarholti. Hún flutti þegar að Efriey, er hún frétti, hvernig komið var með heilsu Jóns. Sláttur var þá byrjaður og allir heilir önnum hlaðnir. Vilborg hlynnti að Jóni nætur og daga, svo sem hún hafði þrek til, en engin líkindi sáust til bata. Er nú komið fast að mánaðamótum júlí, ágúst, og elnar Jóni fremur sóttin en létti. Læknishjálp var enga að fá í nálægð. Sveinn Pálsson læknir í Vík hafði þá sagt embætti sínu lausu fyrir 6 árum, en ungur og dugmikill læknir, Skúli Thorarensen, kominn í stað hans og sat að Móeiðarhvoli í Hvolhreppi. Þjónaði hann suðuramtinu, austur að Skeiðarársandi. Vilborgu varð að ráði að leita þessa læknis, cf hann vissi einhver ráð til hjáipar. Lagði hún svo af stað og fékk aðeins fylgd yfir stærstu vötnin, annars alein með Guði sínum, eins og hún orðaði það síðar. Fyrsta daginn fór hún að Álftagróf í Mýrdal. Þar var þá frænd- kona hennar, Ragnhildur. Næsta dag fór hún að Miðmörk undir Eyjafjöllum til sr. Jóns Jónssonar föðurbróður síns. Þriðja daginn fór hún svo að Móeiðarhvoli, og þá var það, sem ég mætti henni í huganum á ferð minni um Markarfljótsaurinn. Á Móeiðarhvoli stóð hún scm minnst við, fékk þó meðöl og ráðleggingar hjá Skúla lækni og hélt svo þegar heim á leið. Nú var hún á óþrcyttum láns- hesti frá sr. Jóni í Miðmörk. Hún hafði sömu gististaði á heimleið. Lítt vildu meðöl og læknisráð du.ga Jóni. Tíminn leið milli vonar og ótta án sýnilegra breytinga til bóta, fremur í hina áttina. Jón lifði þar til nóttina milli 19. og 20. ágúst, er hann skildi við og hafði þá legið rúmar 5 vikur. Þannig cndaði þá þessi mikla þolraun, sem amma var búin að iíða með honum. Erfi hans var búið með þeim föngum, sem ætluð Goðasteinn 95

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.